Skólalífið í myndum
Ljósmyndasafn skólans
|
Ljósmyndaval eldri nemenda
Í ljósmyndavali kynnast nemendur eigin myndavélum og fá tækifæri til að læra á og nota DSLR vél skólans. Þá verður áhersla lögð á að skilja undirstöðu ljósmælingar þar sem unnið er með hraða, ljósop og ISO. Einnig verður farið í myndbyggingu, mismunandi nálgun á viðfangsefnum, myndvinnslu o.fl. Unnið verður með þemu þar sem nemendur þurfa að leysa ýmis verkefni og mikið verður lagt upp úr sköpun einstaklinganna.
Nemendur kynna sér m.a. myndvinnslu-forritið Picasa sem er einfalt og gott forrit sem fæst fríkeypis á netinu. Síðar í vetur koma nemendur til með að kynna sér lítillega forritið Gimp sem er mun flóknara myndvinnsluforrit en hægt er að nálgast ýmis kennslumyndbönd og leiðbeiningar á veraldarvefnum. Kennari er Steinunn Matthíasdóttir |