Innra matsáætlun
Matsáætlun 2020-2021
Innra mat er ferli sem er viðvarandi verkefni og því lýkur aldrei. Matið þarf að vera samofið daglegu starfi og sjálfsagður hluti starfsins. Hér er lögð fram matsáætlun fyrir skólaárið 2020-2021. Fleiri matsþáttum hefur verið bætti við. Í ljósi nýrrar læsisstefnu og þróunar í mati á starfi Auðarskóla er sett fram áætlun þar sem fleiri gögn verða nýtt í formlegt mat. Auk þess er innra matið betur tengt umbótaáætlun.
Áætlun innra mats til 2026
Fyrsta áætlun um innra mat var gerð vorið 2010 sem náði yfir fimm ár. Ný áætlun var lögð fram vorið 2017 og náði hún til skólaársins 2022-2023. Hér er lögð fram ný langtímaáætlun innra mats sem nær yfir öll hefðbundin viðfangsefni. Nær hún til loka skólaársins 2025-2026. Almennt er áætlað að mæla tvö til þrjú viðfangsefni með spurningakönnunum á hverju skólaári. ásamt endurmati á þáttum í kjölfar umbóta, sem framkvæmdar hafa verið í kjölfar fyrri matsniðurstaðna.
Á skólaárinu 2020-2021 verður aukin áhersla lögð á nýtingu gagna sem skólinn hefur undir höndum ásamt þeim gögnum sem koma frá almennum og opinberum matstækjum. Hér er m.a. átt við læsisskimarnir Menntamálastofnunar og Hljóm-2. Mat á innleiðingu nýrrar læsisstefnu er sett á dagskrá ásamt nokkrum þáttum skólastarfsins sem eru fastir liðir í skólastarfi eða starfshættir sem eru í þróun. Fleiri þáttum verður svo bætt við eftir því innra mat og starfsemi Auðarskóla þróast.