Hagnýt atriði
HljóðfæraleigaNemendur í tónlistarnámi geta fengið leigð hljóðfæri hjá skólanum. Leigan er 5.150 kr. - á önn. Skrifað er undir leigusamning þegar hljóðfæri er tekið á leigu. Ætlast er til að nemendur skili hljóðfærum yfir sumartímann.
NámsefniNámsbækur sem nemendur þurfa að nota í hljóðfæranámi sínu þurfa foreldrar að greiða. Einnig þurfa foreldrar að greiða fyrir námsefni sem notað er í tónfræðináminu.
|
Gjaldskrá tónlistarskólansSkólagjöld 2020-2021 vegna tónlistarnáms í Auðarskóla eru 28.886 kr á önn fyrir heilt nám og krónur 17.781 fyrir hálft nám. Hópatímar kosta 8.237kr. á önn.
Fjölskylduafsláttur 20% er veittur fyrir annan nemanda úr sömu fjölskyldu og 40% afsláttur fyrir þriðja nemanda eða fleiri. Umsókn um tónlistarnámInnritun í tónlistardeildina fer fram í ágúst ár hvert og þurfa nemendur að vera fullgildir nemendur í Auðarskóla. Foreldrar geta valið um að hafa nemendur í heilu námi, hálfu námi og hópatímum.
Við innritun gilda eftirfarandi innritunarreglur og forgangsröðun:
|