Í heild sinni er niðurstaðan góð. Mötuneytið stenst í flestu þau viðmið sem Lýðheilsustofnun setur varðandi skólamötuneyti og mötuneytið fylgir þeim markmiðum sem Auðarskóli hefur sett sér. Fjölbreytileiki í mat er mikill, fitu haldið í lágmarki, grænmeti er með öllum mat, fiskur oftar en einu sinni í viku og hlutfall farsvöru er lágt.
Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að kynna sér skýrsluna. Skýrslan.