Auðarskóli |
Auðarskóli auglýsir eftir skólaritara í 87% starf. Ritarinn verður með aðstöðu í grunnskóladeild en þjónar allri stofnuninni.
Helstu störf skólaritara eru ýmis skrifstofustörf eins og símsvörun, uppfærslur á heimasíðu, innri vef og upplýsingum í námskrá og starfsáætlunum, sjá um gagnagrunna skólans (Mentor og Námfús), vinna við samantektir á gjöldum og skýrslum. Einnig að sinna nemendum með ýmis mál, panta inn vörur, fara í sendiferðir og fl. Starfstími skólaritara fylgir starfstíma leikskólans. Skólaritari þarf helst að vera með stúdentspróf eða aðra sambærilega menntun og góða kunnáttu í íslensku og ensku. Hann þarf að hafa góða tölvufærni og þekkja vel vinnu í Word og Excel ásamt því að þekkja til skýjavinnslu, myndvinnslu og margmiðlunar. Góð hæfni í samskiptum er nauðsynleg. Reynsla af skólastarfi er kostur. Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á nefangið eyjolfur@audarskoli.is fyrir 17. júní. Frekari upplýsingar veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 899 7037 eða á áðurgreindu netfangi. Comments are closed.
|
Á næstunni
|