Í framhaldinu höfum við farið í allskyns skemmtileg verkefni: Spilað samstæðuspil með bókstöfum, æft okkur í hlustun og að teikna, æft nefnihraða (tveir vinna saman: einn flettir spjöldum og annar nefnir hvað hann sér), flokka eftir lit, lögun og formi, leira stafina okkur, klippa og líma og margt fleira. Þessar stundir eru alltaf jafnskemmtilegar og finnst börnunum gaman að vinna saman og spreyta sig á fjölbreytilegum verkefnum.
Á föstudagsmorgnum fer 1. bekkur í heimsókn í leikskólann og tekur þátt í sameiginlegri söng- og leikstund. Kveðja, Anna Sigga og Herdís