Auðarskóli
  Auðarskóli
  • Forsíða
  • Um skólann
    • Skóladagatal
    • Staðsetning (kort)
    • Símar/gjaldskrár/eyðublöð
    • Starfsfólk
    • Skipurit
    • Stefnur og áætlanir >
      • Sýn skólans
      • Eineltisáætlun
      • Innra matsáætlun
      • Áfallaáætlun
      • Endurmenntun
      • Jafnréttisáætlun
      • Forvarnir
      • Læsisstefna
      • Skólasóknaráætlun
      • Rýmingaráætlun
    • Stoðþjónusta
    • Foreldrafélagið
    • Nefndir og ráð
    • Mötuneyti
    • Myndir
  • Grunnskóli
    • Skólareglur
    • Skólaakstur
    • Nám og kennsla >
      • Áherslur 2020-2021
      • Viðmið.stundarskr.
      • Heimanám
      • Að útskrifast fyrr
    • Námsmat
    • Námskrá
    • Samstarf
    • Hagnýt atriði >
      • Bæklingur
      • Félagsstarf
      • Foreldrasamstarf
      • Vinaliðar
      • Skólabókasafn
      • Skólavistun
      • Leyfi nemenda
      • Öryggismál
      • Móttaka nemenda
    • Skógrækt Auðarskóla
  • Leikskóli
    • Skóladagatal
    • Skólaakstur
    • Vistunarreglur
    • Skipulag >
      • Dagskipulag
      • Mánaðarskipulag
    • Úr námskrá >
      • Áherslur 2019 - 2020
      • Námskrá
      • Orðaspjall
      • Samstarf
      • Aðlögun
      • Útikennsla
      • Lubbi
      • Vináttuverkefni
      • Þróunarstarf
    • Hagnýt atriði >
      • Reglur við mikla undirmönnun
      • Afmæli
      • Fatnaður og útivera
      • Sérfræðiþjónusta
      • Dóta- og litadagar
      • Söngvasafn
      • Öryggismál
    • Foreldrahandbók
  • Tónskóli
    • Verklagsreglur
    • Námsfyrirkomulag
    • Hagnýt atriði
    • Hljómlistarsjóður
  • Útgáfa

Upplýsingabæklingur Auðarskóla 2020-2021

25/8/2020

 
Sælir ágætu foreldrar/forráðamenn

Almennur upplýsingabæklingur Auðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er nú tilbúinn og verður sendur heim með nemendum á morgun, miðvikudaginn 26. ágúst. Í honum er að finna helstu upplýsingar um starfið í vetur, s.s. stuðningskerfi skólans, hvernig á að senda tilkynningar til okkar og önnur ,,praktísk" atriði. Ég læt fylgja með þessari frétt slóð inn á bæklinginn.

Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri

​Bæklingurinn

Skólabyrjun 2020-2021

21/8/2020

 
​​Nú fer að líða undir sumarlok og skólaárið að hefjast hjá okkur í Auðarskóla. Eins og ljóst er orðið byrjun ekki með sama móti og venjulega. Með því erum við að bregðast við þeim tilmælum sem stjórnvöld hafa sett vegna Covid19.
Skólasetning verður fyrir nemendur og foreldra í 1. bekkjar mánudaginn 24. ágúst (póstur hefur verið sendur á forráðamenn) en aðrir nemendur mæta samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 25. ágúst. Skólabílar byrja að ganga þann dag.
 Skólinn er áfram lokaður fyrir aðra en starfsmenn og nemendur. Þurfi foreldrar einhverra hluta vegna að koma í skólann biðjum við þá um að láta vita af sér fyrirfram hjá ritara.
Forfallatilkynningar þurfa að berast til ritara annað hvort í síma 430-4757 eða á netfangið ritari@audarskoli.is.

Ferðalag í Geitfjársetrið

21/8/2020

 
​Leikskólabörn af Tröllakletti og verðandi 1. bekkingar ásamt starfsfólki leikskólans fóru í ferðalag að Háafelli í Borgarfirði í Geitfjársetrið í gær, fimmtudaginn 20. ágúst. Veðrið var eins og best var á kosið og allir mjög spenntir að fá að fara í rútu. Geiturnar tóku vel á móti okkur eins og staðarhaldirinn hún Jóhanna. Geitur eru einstök dýr, miklir mannvinir og finnst gott að fá knús. Það fengu kiðlingarnir a.m.k. í ómældu magni. Hænur og vinnutæki drógu líka að sér athygli. Ný orð bættust í orðaforðann og við lærðum að skinn af geitum heita „stökur“ og ull af geitum flokkast í „strí“ og „fiðu“ en ekki „tog“ og „þel“. Nesti var borðað í móttökunni á setrinu og þar fengu börnin einnig smá fræðslu um geiturnar. Heimsóknir í Geitfjársetrið eru alltaf dásamlegar og allir héldu glaðir heim. 
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture
Picture

Auðarskóli í sumarfrí

14/7/2020

 

Nú er allar deildir Auðarskóla komnar í sumarfrí og var síðasti skóladagur leikskólans föstudaginn 3. júlí.  Skrifstofa Auðarskóla opnar aftur miðvikudaginn 5. ágúst, leikskólinn opnar mánudaginn 10. júlí kl. 10 og skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst.  Nánari tímasetning setningar verður auglýst síðar.

Á heimasíðu skólans má finna skóladagatal næsta árs fyrir leik- og grunnskóla. Einnig er þar að finna ýmsar upplýsingar um skólastarfið.

Við þökkum kærlega fyrir gott samstarf og samvinnu á síðasta skólaári sem var að mörgu leyti óvenjulegt. Við vonum að þið eigið gott sumarfrí og hlökkum til að taka á móti ykkur í ágúst.

Útskrift leikskólans júní 2020

29/6/2020

 
​Þriðjudaginn 2. júní 2020 útskrifuðust 8 börn úr leikskólanum. Athöfnin fór fram í Dalabúð. Við útskriftina var börnunum afhent útskriftarskjöl en einnig gáfu Stína og Jóhanna þeim blóm og gjöf frá leikskólanum. Haldin var ræða þeim til heiðurs þar sem stiklað var á stóru um leikskólagöngu þeirra  og þeim færðar óskir um bjarta framtíð og farsældar á nýjum vettvangi. Myndasýning af börnunum var látin rúlla þar sem birtar voru myndir af þeim allt frá upphafi leikskólagöngu og til dagsins í dag. Eftir myndatökur var boðið upp á veitingar í efri sal Dalabúðar. Kökurnar bakaði þessi flotti útskriftarhópur í heimilisfræðistofu grunnskólans undir stjórn Írisar Drafnar.
Við óskum útskriftarbörnunum innilega til hamingju með áfangann um leið og við þökkum þeim og fjölskyldum þeirra samfylgdina undanfarin ár. Kveðja frá starfsfólki leikskólans.
Picture
Picture
Picture
Til hamingju með áfangann kæru börn!
Picture

Vorferð miðstigs 2020

11/6/2020

 

Miðvikudaginn 27. maí lá leið okkar á miðstiginu að Laugum í Sælingsdal og gerðum við  okkur glaðan dag í lok skólaárs.
Einn liður í vorverkum okkar er að útskrifa 7. bekkinn af miðstiginu og er það gert þannig að aðrir nemendur miðstigsins takast á við 7. bekkinn í ýmis konar leikjaformi. Á milli áskorana tókum við einn laufléttan ratleik um staðinn og nutum í mildum rigningarúðanum.
Í hádeginu var slegið upp hamborgara- og pylsuveislu sem líktist helst hinni árlegu veislu mömmu Emils í Kattholti.
Að áti loknu dýfðum nemendur sér í laugina, tóku sundtök og glensuðust smá.
Lítið mál að eiga góðan dag með hópi sem er alltaf tilbúinn að hafa gaman, saman

Skólaslit Auðarskóla 2020

4/6/2020

 
Óvenjulegu skólaári í Auðarskóla er nú lokið og hafa skólaslit farið fram en þó með óhefðbundu sniði. Ég ætla ekki að fara mörgum orðum um það ástand sem hefur verið í samfélaginu og mestum hluta heimsins því það væri að bera í bakkafullann lækinn sem varð til þess að skólaslit voru með breyttu sniði.
Skólaslit Auðarskóla fóru fram þriðjudaginn 2. júní síðast liðinn í beinu framhaldi af Vorhátíð skólans. Vorhátíðin okkar var með hefðbundu sniði að því undanskyldu að foreldrafélagið var ekki með hefðbundið grill þennan dag og það var að ósk skólans en í venjulegu árferði er foreldrafélagið velkomið eins og hingað til. Í stað þess sáu starfsmenn um að grilla pylsur fyrir nemendur og starfsfólk. Skólaslit 1. – 9. bekkjar fór svo fram í Dalabúð í lok Vorhátíðar sem gekk vel. Engir foreldrar voru þar enda ekki æskilegt vegna samkomubanns. Seinna sama daginn voru svo skólaslit fyrir 10. bekk í Dalabúð sem var með hefðbundnu sniði þar sem 10. bekkur var kvaddur og þakkað fyrir samstarfið í síðastliðinn 10 ár með óskum um gott gengi í hverju því sem þau taka sér fyrir í framtíðinni. Nemendur fluttu þakkarræður, sem og umsjónarkennarar og skólastjóri. Kvenfélagið Þorgerður Ingólfsdóttir færði skólanum bókagjöf sem er orðinn árlegur atburður á skólaslitum og færum við þeim bestu þakkir fyrir að hugsa til okkar á þennan hátt.  Í lok skólaslita var síðan kaffisamsæti fyrir 10. bekkinga, gesti þeirra og starfsfólk. Tónlistaratriði voru frá tónlistardeild Auðarskóla á báðum skólaslitum. Hólmfríður Tania nemandi í 10. bekk söng fyrir okkur og skólahljómsveitin okkar flutti Hey, Jude gamla Bítlalagið eins spilaði hljómsveit starfsmanna undir fjöldasögn nemenda sem er vonandi komið til að vera.
Auðarskóla starfsárið 2019-2020 er því slitið og óskum við öllum gleðilegs sumars og hlökkum til að sjá alla okkar nemendur næsta starfsár.

Vorferð elsta stigs

29/5/2020

 
​Nemendur elsta stigs fóru í skólaferðalag mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. maí. Haldið var á Staðarfell þar sem Björgunarsveitin mætti með allskonar græjur. Þar fengu nemendur að prufa að síga, busla í sjónum í þurrgalla og fara hring á björgunarbátnum. Sveinn mætti líka með sinn bát svo fleiri gátu farið í einu. Eftir kaffi fóru nemendur í Murdermistery sem er hlutverkaleikur. Um kvöldið var kvöldvaka með allskonar þrautum. Gist var í íbúðunum á Staðarfelli. Þriðjudagsmorguninn var farið inn að Laugum. Þar var farið í leiki með loftboltum, grillað og svo endað á sundlaugapartý með vatnsblöðruslag. Mjög vel heppnuð ferð og voru nemendur skóla sínum til sóma eins og ávallt. Við þökkum Björgunarsveitinni og Sveini kærlega fyrir aðstoðina.

​Hjóladagur í leikskólanum

20/5/2020

 
Á þriðjudaginn 19. maí var haldinn hjóladagur í leikskólanum. Félagar úr Slysavarnadeild Dalasýslu ásamt Níels lögreglumanni heimsóttu börn leikskólans.

Allir fengu skoðunarmiða á hjólin sín og gengið var úr skugga um að allir væru með hjálmana meðferðis.
Mikið var hjólað á afgirtu bílaplani og inni á leikskólalóðinni og var nýja hjólaþvottastöðin líka tekin í notkun. Þvottastöðin vakti mikla lukku og var hún nýtt á allrahanda máta.

Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér vel í blíðskaparveðri við hjólaæfingar, sull og þvotta.
​
Við þökkum félögum úr Slysavarnadeildinni og Níels lögreglumanni kærlega fyrir heimsóknina.

Upplestrarhátíð Auðarskóla

29/4/2020

 
Picture

Upplestrarhátíð er hluti af okkar starfi í Auðarskóla. Nemendur 7.b. tekur þátt í þessari hátíð á hverju ári. Við vinnum að því að lesa upphátt á fallegan og áheyrilegan hátt bókmenntatexta og ljóðatexta. Að mörgu er að hyggja eins og líkamsstöðu, tónhæð, tjáningu, tengingu við áheyrendur svo eitthvað sé nefnt. Innan skólans fer fram samkeppni um hverjir fara fyrir hönd skólans í Upplestrarhátíð Vesturlands. Dómarar þessarar keppni eru fengnir úr samfélaginu okkar og oft á tíðum er erfitt að vera í þeirra sporum að velja tvo til að fara fyrir hönd skólans.

Líkt og önnur skólaár hófum við vinnuna kringum 16. nóvember sem er dagur íslenskar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Mestan þunga settum við þó í vinnuna í febrúar og mars og stefnan var tekin á lokahátíð skólans þann 16. mars.

​

Óhætt er að segja að babb hafi komið í bátinn vegna þeirrar veiru sem æðir um heiminn og við urðum að fresta keppninni sem var afar svekkjandi þar sem við vorum að fara að halda keppnina okkar. Þráðurinn var þó tekinn upp nú í apríl og nemendur 7. bekkjar fóru í að æfa sig heima. Möguleikinn á að hittast var samt enginn nema með aðstoð tækninnar og það nýttum við okkur. Nemendur voru tilbúnir í að leysa verkefnið á þennan óvenjulega hátt og þökkum við þeim fyrir að vera svona sveigjanleg og jákvæð. Þeir lásu upp texta og ljóð sem tekið var upp og dómarar fengu efnið í hendur.

Okkar fólk í ár í Upplestrarhátíð Vesturlands verða Embla Dís Björgvinsdóttir og Elna Rut Haraldsdóttir. Svanur Þórarinsson er til vara. Óskum við þeim til hamingju og vegni þeim sem best.
​
Hátíðin verður haldin að Varmalandi þann 19. maí (að öllu óbreyttu).

<<Previous
Forward>>


    ​........... Á næstunni ......
    25. mars
    Árshátíð Auðarskóla.
    Heimferð kl. 13:00

    ​18. mars
    Skipulagsdagur
    í leik-og grunnskóla.
    ​Stóra upplestrar-keppnin í Laugagerði.


    23. febrúar

    Foreldraviðtöl

    18. febrúar
    Hefst kennsla samkvæmt hefðbundinni stundaskrá.

    17. febrúar

    Skipulagsdagur í grunnskóla

    25. janúar
    Skipulagsdagur

    12. og 14. október.

    Tónfundum aflýst

    ​8. október.
     
    Foreldraviðtöl í gegnum Teams forritið

    10.ágúst.

    Leikskólinn opnar klukkan 10:00

    17.-18. ágúst.
    Skipulagsdagar í grunn- og leikskólanum

    19.-21. ágúst.
    Skipulagsdagar í grunnskólanum


    Aðalnúmer: 4304757
    ​
    Leikskóli Tröllaklettur 4304712
    ​Leikskóli Dvergahlíð   4304713
    Tónlistardeild            4304756
    Mötuneyti Dalabúð    4304710

    ​


    .......... Eldri fréttir ..........

    February 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    August 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011
    November 2011
    October 2011
    September 2011
    August 2011
    June 2011
    May 2011
    April 2011
    March 2011

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.