Auðarskóli |
Staða aðstoðarleikskólastjóra við Auðarskóla var auglýst í september og aftur í október þar sem enginn með fagmenntun hafði sótt um. Einn umsækjandi var að lokum um stöðuna; Herdís Erna Gunnarsdóttir og hefur hún verið ráðin tímabundið í stöðuna frá 1. nóvember.
Herdís gengdi stöðu aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann frá hausti 2012 fram í ársbyrjun 2014 í forföllum þáverandi aðstoðarleikskólastjóra. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarleikskólastjóri nú í haust frá 1.september eftir að Guðbjörg lét af störfum. Herdís er með tvöfallt leyfisbréf sem grunnskólakennari og framhaldsskólakennari. Hún er einnig með BS nám í líffræði. Herdís er nú í viðbótarnámi og fær leyfisbréf á leikskólastigi á næstu mánuðum. Herdís er með áratuga reynslu við kennslu og vinnu með börnum. Við óskum Herdísi Ernu til hamingju með stöðuna og bjóðum hana velkomna til nýrra verkefna. Comments are closed.
|
Á næstunni
|