Auðarskóli |
Eftir að börnin voru búin að kynnast Blæ þá var ákveðið að fara með Blæ á Silfurtún og leyfa íbúunum að hitta Blæ. Þegar að þangað var komið kom í ljós að fjórir pokar fullir af litlum Blæ böngsum höfðu "óvart" endað á Silfurtúni. Bangsarnir fengu að koma með börnunum á leikskólann en þar fékk hvert barn einn bangsa sem mun fylgja þeim í leikskólanum þar til þau útskrifast. Bangsarnir eru gjöf frá Slysavarnadeild Dalasýslu og þakkar starfsfólk leikskólans kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf!
Comments are closed.
|
Á næstunni
|