Auðarskóli |
Í morgun hófust þemadagar í grunnskóladeild Auðarskóla. Nemendur í Tjarnarlundi og Búðardal eru saman á þessum dögum. Hefðbundið skólastarf er lagt til hliðar fram að hádegi á öskudag. Þemað í ár er "listir". Nemendum er skipt upp í 6 hópa. Fimm hópar eru blandaðir frá 1. - 9. bekk og 10. bekkurinn myndar einn hóp. Hóparnir fimm flakka á milli listastöðva sem vinna með eftirfarandi; textil, myndment, tónlist, orðlist og leiklist.
Nemendur í 10. bekk sjá um alla umfjöllun og fréttir af þemadögum. Þeir gera það með daglegri samantekt, sem hengd verður upp í skólanum og með því að færa inn á sérstakan vef þemadaga (sjá hér til hliðar á forsíðu) fréttir og myndefni. Þemadagar enda í hádeginu á miðvikudaginn (öskudag) og lýkur þá skóla þann daginn. Heimakstur verður fyrir þá sem vilja kl. 12.40. Foreldrafélag Auðarskóla er svo með öskudagsskemmtun í Dalabúð kl. 17.00 fyrir öll börn. Comments are closed.
|
Á næstunni
|