Einstakt námsúrræði í Auðarskóla

admin Fréttir

Í Auðarskóla hefur verið boðið upp á úrræði, frá 2012 fyrir nemendur með hegðunar- og námsvanda sem nefnt er einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun með virknimati“.  Virknimat er aðferð til að meta áhrifaþætti á erfiða hegðun og stuðningsáætlun felur í sér margþætta íhlutun til að bæta hegðun, námsástundun og líðan  Verkefnið sem byggir á atferlismótun fékk þróunarstyrk frá Sprotasjóði veturinn 2012-2013 en hélt áfram eftir það og sendur ennþá yfir. 
Útfærslan í Auðarskóla hefur verið þannig að kennarar óska eftir virknimati fyrir nemendur sem þeir hafa áhyggjur af hegðunar- og/eða námslega. Umsóknir eru teknar fyrir í lausnateyminu „Feilan“ sem ákveður hvort viðkomandi fer inn í verkefnið.  Alls hafa 7 nemendur grunnskóladeildar (á aldrinum 8 til 12 ára) fengið slíkt úrræði að hluta eða að öllu leyti og í lengri eða skemmri tíma. 

Umsjón með verkefninu hefur Sesselja Árnadóttir kennari.