Útfærslan í Auðarskóla hefur verið þannig að kennarar óska eftir virknimati fyrir nemendur sem þeir hafa áhyggjur af hegðunar- og/eða námslega. Umsóknir eru teknar fyrir í lausnateyminu „Feilan“ sem ákveður hvort viðkomandi fer inn í verkefnið. Alls hafa 7 nemendur grunnskóladeildar (á aldrinum 8 til 12 ára) fengið slíkt úrræði að hluta eða að öllu leyti og í lengri eða skemmri tíma.
Umsjón með verkefninu hefur Sesselja Árnadóttir kennari.