Auðarskóli |
Þær breytingar urðu nú í vor að til starfa í Dalabyggð tók íþrótta- og tómstundafulltrúi. Við þau tímamót færist allt félagslíf sem tengist starfi félagsmiðstöðva af skólanum yfir á hið nýja embætti. Um er að ræða allt sem viðkemur Samfés og opnu húsi á miðvikudagskvöldum.
Auðarskóli verður engu að síður með félagslíf, en með breyttu sniði. Í vetur verður farið af stað með nokkrar nýungar eins og klúbbastarf og leitað á ný mið í skipulagi á dansleikjum. Til að byrja með völdu nemendur að stofna til þriggja klúbba sem eru: Lan-klúbbur, Friends-klúbbur og Tónlistarklúbbur. Klúbbastarfssemin verður fjóra þriðjudaga fram að áramótum og hefast þeir eftir kennslu kl. 15.30. Þá er ákveðið að slá upp dansleik í skólanum þann 30. október og verður það - Halloween Diskó ! Allar nánari upplýsingar um klúbbana og tímasetningar er að finna á þessari slóð. Umsjónarmaður með félagslífi nemenda í Auðarskóla er Elísabet Kristjánsdóttir Comments are closed.
|
Á næstunni
|