Mánudaginn 19. desember verður kennt eftir stundaskrá en brotið upp með því að nemendur dreifa jólakortum í fimmtu kennslustund.
Þriðjudagur 20. desember verða Litlu jólin. Nemendur og starfsfólk mæta í betri fötunum. Pakkaskipti fara fram á stofujólum og skal kostnaði stillt í hóf.
Dagskrá:
- 08:30 Nemendur með umsjónarkennurum í stofum og kósíheit.
- 09:50 Morgunmatur
- 10:10 Nemendur aftur í stofum, pakkaskipti.
- 10:50 Helgileikur og dansað kringum jólatréð.
- 11:30 Hátíðarverður í Dalabúð þar sem verðlaun verða veitt fyrir besta jólapokann.
- 12:30 Áætlaður heimakstur.
Kær kveðja
Stjórnendur