
Haraldur Haraldsson tók til starfa 1. nóvember. Haraldur hefur 30 ára reynslu af starfi skólastjóra, bæði í stórum og minni skólum. Hann var skólastjóri Ásgarðsskóla í Kjós í átta ár, eitt ár við Barnaskóla Staðarhrepps á Reykjum í Hrútafirði og fimm ár í Heiðarskóla í Leirársveit. Undanfarin sextán ár hefur hann verið skólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði, sem er heildstæður grunnskóli með tæplega 550 nemendur og þegar mest lét, allt upp í 130 starfsmenn. Haraldur er með B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands, búfræðipróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri, diplóma í opinberri stjórsýslu og stjórnun frá Háskóla Íslands. Þá hefur hann lokið öllum áföngum í meistaranámi í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Harald velkominn í okkar raðir og óskum honum farsældar í starfi.