Auðarskóli |
Þann 21. Nóvember 2019 var okkar árlega kaffihúsakvöld haldið í Dalabúð. Eins og venjulega var unlingastigið sem hélt utan um undirbúning og skipulag.
Margt var um manninn og seldust margir happdrættismiðar. Þá voru 6. – 10. bekkur með atriði sem voru geggjað flott. Unglingastig og miðstig bökuðu smákökur svo var gert heitt kakó þannig að fólk gat fengið sér heitt kakó og borðað kökurnar sem við bökuðum. Svo fengu nemendur unglingastigs það verkefni að baka 30 kökur heima og svo setja 10 kökur í einn poka þannig að hver nemandi hafði 3 poka af kökum sem þau komu með í skólan og við seldum það á kaffihúsakvöldinu. Við þökkum tæknimönnum, ljósamönnum, kynnum og þjónum fyrir alla hjálpina. Við þökkum öllum sem mættu fyrir stuðningin.😊 kveðja Nemendafélagið Í samvinnu 1. bekkjar og skólahóps var umhverfið og plastnotkun til umræðu. Til að minnka plastpokanotkun saumuðu og klipptu nemendur boli og bjuggu til fjölnotapoka sem hægt er að grípa í ef fötin hjá yngsta stigi verða blaut. Nemendurnir bjuggu til 30 boli sem notaðir verða í staðinn fyrir plastpoka. Mikilvægt er að foreldrar sendi pokana aftur í skólann svo hægt verði að nota þá aftur og aftur. Þetta verkefni reyndi á fínhreyfingar þegar að þau klipptu, þolinmæði því skærin voru ekki alltaf samvinnuþýð og samvinnu en börnin fóru að aðstoða hvert annað ef erfiðlega gekk að klippa.
Tónfundir fóru fram í tónlistardeildinni þriðjudaginn 12. og fimmtudaginn 14. nóvember. Voru þeir haldnir á sviðinu í Dalabúð og sú tilhögun tókst með miklum ágætum. Nemendur stóðu sig frábærlega og er gaman að sjá hvað þeim fer mikið fram. Með nýfengnu og spennandi samstarfi tónlistarkennaranna verður nú áhersla á meira samspil og megum við eiga von á að sjá fleiri hópatriði í framtíðinni.
Til hamingju nemendur og forráðamenn. Þann 29. október var haldinn bangsa- og náttfatadagur í leikskólanum.
Tóta skólahjúkrunarfræðingur kom í vitjun með "Bangsaheilsugæsluna" í leikskólann og fræddi okkur um margt og mikið. Nemendur á Dvergahlíð sýndu henni bangsana sína og fengu bangsarnir viðeigandi aðhlynningu. Á Tröllakletti fræddi hún nemendur um mikilvægi handþvottar og fengu allir að æfa sig í handþvotti undir hennar umsjón. Hún ræddi líka um smáslys og viðbrögð við þeim og kenndi nemendum að setja plástur á bangsana sem allir æfðu sig á. Að lokum var rætt um símanúmer Neyðarlínunnar sem er mikilvægt að kunna, 112, og fékk hún heldur betur góðar undirtektir. Allir voru mjög áhugasamir og höfðu gagn og gaman af. Við þökkum Tótu kærlega fyrir komuna og fræðsluna. Kveðja úr leikskólanum. Miðstigið var með lítil myndaverkefni á skólalóðinni í ágúst og september. Myndefnin voru margskonar og fóru nemendur um skólalóðina og umhverfi skólans. Unnið var í litlum hópum sem og hver hópur leysti verkefnin eftir sýnu höfði. Að myndatöku lokinni valdi hver hópur eina af myndum sínum og kynnti fyrir hópnum. Krakkarnir greiddu atkvæði um skemmtilegustu myndina. Í fyrra skiptið varð mynd sem Bergjón tók af þeim Ólafi, Grétari og Jóhannesi úr Kötlum hlutskörpust. Í seinna skiptið varð mynd af þeim Davíð, Kristeyju og Emblu fyrir valinu.
|
Á næstunni
|