Auðarskóli |
Nú í vikunni stendur Foreldrafélag Auðarskóla fyrir tveimur viðburðum fyrir nemendur skólans.
Miðvikudaginn 21. nóvember verða Brúðuheimar með sýninguna "Pönnukakan hennar Grýlu". Sýningin, sem ætluð er 1. - 4. bekk og elstu börnum á leikskóla, er í Dalabúð og hefst kl. 14.00. Sýningunni lýkur fyrir heimakstur nemenda. Foreldrar eru velkomnir á sýninguna. Fimmtudaginn 22. nóvember stendur foreldrafélagið fyrir rútuferð í Borgarnes á leiksýninguna " Litla hryllingsbúðin". Leikhúsferðin er ætluð nemendum í 5. - 7. bekk og eru foreldrar beðnir að láta Arnar Eysteinsson vita á netfangið arnare68@gmail.com eða í síma 893-9528 fyrir 20. nóvember. Frítt fyrir börnin. Sjoppa verður á staðnum og gott að taka pening með fyrir þá sem það vilja. ![]() Á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, hefur skapast sú hefð að nemendur 7.bekkjar grunnskóladeildar koma í heimsókn í leikskólann og lesa fyrir börnin. Í þetta sinn var 7.bekkingum skipt upp og tóku þeir að sér að lesa upp úr velvöldum sögum fyrir hvern aldurshóp, einn til tveir f. hvern hóp, alls 6 hópar. Nemendur komu vel æfðir til leiks og smelltu sér í verkefni eins og ekkert væri. Má segja að upplesturinn sé einskonar upphaf Stóru upplestrarkeppninnar sem haldin verður í mars og er ætluð 7.bekk. Í lokin léku sér svo allir saman: Sumir fóru í dýnó, aðrir að lita og einhverjir í bíló. Heimsóknin var hin ánægjulegasta og þakka nemendur og starfsfólk leikskólans kærlega fyrir hana. ![]() Sjómaður einn kom færandi hendi til okkar í leikskólann í morgun með krabba tvo. Vöktu þeir mikinn fögnuð, sérstaklega meðan krabbarnir dönsuðu tangó á stéttinni. Það tók suma lengri tíma en aðra að þora að kíkja á þá á stuttu færi en hafðist þó. Takk fyrir skemmtilega sendingu!
Vegna veðurs er ekki skólaakstur í Auðarskóla í dag. Leik-, og grunnskóli eru opnir og munu halda uppi þjónustu eins og kostur er.
Heimakstri barna með skólabílum verður flýtt á öllum leiðum skólans í dag.
Heimakstur verður kl.13.00 frá skólanum. Skólahald verður áfram til 15.10 fyrir börn úr þorpinu. |
Á næstunni
|