Auðarskóli |
Auðarskóli, grunnskóla- og tónlistardeild verður í vetrarfíi frá og með föstudeginum 30. október til og með þriðjudeginum 3. nóvember. Lengd viðvera fellur líka niður þessa daga og engir skólabílar verði í akstri. Skólastarf hefst svo miðvikudaginn 3. nóvember samkvæmt stundatöflu.
Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri Eitthvert ólag hefur verið á beinum síma ritara í dag, 430-4757. Það er allt komið í lag og hægt er að hringja núna án vandræða!
´Tónfundir sem áttu að vera 12. og 14. október falla niður í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.
Starfáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er komin inn á heimasíðu skólans.
Sjötta skýrsla um sjálfsmat Auðarskóla er einnig komin inn. Í skýrslunni er gert grein fyrir tveimur matsþáttum; Líðan, þarfir, starfsandi og samstarf og viðmót, menning og ytri tengsl. Auk þeirra er að finna umbóta- og matsáætlun fyrir skólaárið og nýja langtímaáætlun innra mats sem gildir til skólaársins 2025-2026. Skýrslurnar eru að finna undir hnappnum Útgáfa. Slóðin er hér: http://www.audarskoli.is/uacutetgaacutefa.html |
Á næstunni
|