Auðarskóli |
Staða aðstoðarleikskólastjóra við Auðarskóla var auglýst í september og aftur í október þar sem enginn með fagmenntun hafði sótt um. Einn umsækjandi var að lokum um stöðuna; Herdís Erna Gunnarsdóttir og hefur hún verið ráðin tímabundið í stöðuna frá 1. nóvember.
Herdís gengdi stöðu aðstoðarleikskólastjóra við leikskólann frá hausti 2012 fram í ársbyrjun 2014 í forföllum þáverandi aðstoðarleikskólastjóra. Hún hefur einnig starfað sem aðstoðarleikskólastjóri nú í haust frá 1.september eftir að Guðbjörg lét af störfum. Herdís er með tvöfallt leyfisbréf sem grunnskólakennari og framhaldsskólakennari. Hún er einnig með BS nám í líffræði. Herdís er nú í viðbótarnámi og fær leyfisbréf á leikskólastigi á næstu mánuðum. Herdís er með áratuga reynslu við kennslu og vinnu með börnum. Við óskum Herdísi Ernu til hamingju með stöðuna og bjóðum hana velkomna til nýrra verkefna. Tónfundir á haustmisseri verða haldnir miðvikudaginn 28. kl 14.30 (5-10 bekkur) og fimmtudaginn 29. kl 14.30 (1-4 bekkur).
Þar munu nemendur tónlistarskólans koma fram og spila og syngja fyrir foreldra og gesti. Fundurinn verður haldinn í sal tónlistarskólans og allir eru velkomnir. Kær kveðja Óli og Jan Einu sinni í viku, á fimmtudagsmorgnum milli kl. 10.10 og 11.30 hittast nemendur 1. bekkjar og börn í elsta árgangi leikskólans. Samvinnan hófst formlega 17. sept. og var byrjað á því að kynnast skólanum. Við fórum því saman í skoðunarferð og heimsóttum kennara- og kennslustofur og hittum þar nemendur og kennara.
Í framhaldinu höfum við farið í allskyns skemmtileg verkefni: Spilað samstæðuspil með bókstöfum, æft okkur í hlustun og að teikna, æft nefnihraða (tveir vinna saman: einn flettir spjöldum og annar nefnir hvað hann sér), flokka eftir lit, lögun og formi, leira stafina okkur, klippa og líma og margt fleira. Þessar stundir eru alltaf jafnskemmtilegar og finnst börnunum gaman að vinna saman og spreyta sig á fjölbreytilegum verkefnum. Á föstudagsmorgnum fer 1. bekkur í heimsókn í leikskólann og tekur þátt í sameiginlegri söng- og leikstund. Kveðja, Anna Sigga og Herdís |
Á næstunni
|