Skólastjóri
Í dag verða börn í leik- og grunnskóla haldið innadyra eftir hádegið vegna loftmengunar frá Holuhrauni.
Skólastjóri
Félag tónlistarkennara hefur boðað verkefall þann 22. október næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Ef til verkfalls kemur fellur öll tónlistarkennsla niður á vegum tónlistardeild Auðarskóla. Umsjón með söngsveitum og hljómsveitum fellur einnig niður.
Skólastjóri Í Auðarskóla er fylgst með loftgæðum utandyra og hugsanlegum tilkynningum í fjölmiðlum um hættuástand í einstökum landshlutum.
Almannavarnir gefa út tilkynningar þegar háir mengunartoppar ganga yfir og nauðsynlegt er að fólk haldi sig inni og loki gluggum. Athugið að mengunartoppar ganga jafnan hratt fyrir. Það breytir ekki því að gosmengun getur legið í loftinu í lægri styrk og við höfum því hvatt fólk til að treysta á eigin skynfæri og skynsemi. Ef fullorðnir finna fyrir einkennum og óþægindum og líður betur inni gildir það sama um börnin. Engin ástæða er til að ætla að SO2 mengun sé hættilegri börnum en fullorðnum, að mati Sóttvarnalæknis. Á heimasíðum Umhverfisstofnunar og embættis Landlæknis er sérstakur borði merktur gosmenguninni og þar má nálgast allar almennar upplýsingar. http://www.ust.is/einstaklingar/loftgaedi/so2/ Daglegar spár um dreifingu mengunarinnar og loftgæðin má nálgast á vef Veðurstofunnará slóðinni http://www.vedur.is/vedur/spar/textaspar/oskufok/ og styrkur mengunarinnar er mældur og miðlað á vefsíðunni www.loftgæði.is. Þar má sjá punkta og þegar smellt er á þá má sjá mælingu mengunarinnar á þessum stöðum. Ekki eru allir mælar á landinu nettengdir en virkni þeirra tryggir að viðvaranir eru gefnar út þegar mengunartoppar ganga yfir. Þeir mælar sem næstir eru Búðardal eru í Stykkishólmi, á Hvammstanga og í uppsveitum Borgarfjarðar. Á þessum stöðum hafa mælar ekki farið í hættumörk. Auðarskóli hefur til umráða svæði austan við Búðardal, ofan við Rarikhúsið, til þess gróðursetja trjáplöntur.
Yrkja - sjóður æskunnar til ræktunar landsins er sjóður sem úthlutar trjáplöntum til grunnskólabarna. "Markmið sjóðsins er að kosta trjáplöntun íslenskra skólabarna á grunnskólastigi á ári hverju.“ Verkefninu er á þennan hátt ætlað að kynna mikilvægi skógræktar og ræktunar almennt fyrir unga fólkinu í landinu og ala þannig upp ræktendur framtíðarinnar. Árlega frá árinu 2002 hafa nemendur skólans gróðursett birkiplöntur og eru nú komnar um 4000 plöntur í skólaskóginn. Í upphafi fékk skólinn um 400 plöntur á ári og tóku þá allir nemendur skólans þátt í gróðursetningunni. Seinni árin hefur Auðarskóli fengið 268 plöntur á ári og hafa nemendur á miðstigi annast gróðursetninguna. Yrkjusjóðurinn úthlutar einungis birkiplöntum en því til viðbótar hefur aðeins verið gróðursett af furu, lerki, greni, reynivið og ösp. Nú í haust voru gróðursettar 8 plöntur af berjarunnum, rifsber, sólber og stikkilsber og verður fróðlegt að fylgjast með hvernig þeim muni vegna í skóginum. Nemendur hafa fengið fræðslu í skóginum samhliða gróðursetningu. Fræðslan snýst m.a. um að velja gróðursetningarstað, mikilvægi áburðargjafar og að gróðursetningaraðferð skipti miklu máli fyrir lifun og vöxt trjáplantna. Nú í haust fengu nemendur lengri fræðslu í skólastofunni um algengustu trjátegundir í skógrækt á Íslandi, berjarunna og mikilvægi skógæktar fyrir land og þjóð. Íslenska birkið vex hægt svo það tekur oft langan tíma að rækta birkiskóg, skógrækt getur því verðið mikið þolinmæðisverk. Þrátt fyrir nokkuð vindasamt svæði og ekki mjög frjósaman jarðveg er árangurinn orðið nokkuð sýnilegur. Plönturnar teygja sig hægt og rólega til himins þó ekki sé hægt að fela sig í skóginum ennþá. Næstu verkefni í skóginum eru að halda áfram að planta og bera á fyrri gróðursetningar. Þegar trén stækka og verða of þétt þá grisjum við og nýtum efniviðinn í smíðastofunni. Það er orðið brýnt að bæta aðgengi að skólaskóginum, nú þarf að fara yfir stórþýfi og kafgras til að komast þangað. Það er von okkar að úr því verði bætt sem fyrst svo ferðir nemenda og íbúa Dalabyggðar aukist í skóginn. Gott aðgengi stuðlar að betri umhirðu skógarins og að sem flestir njóti að dvelja sem oftast í skóginum. Umsjón með skógræktarstarfinu hefur Bergþóra Jónsdóttir Þær breytingar urðu nú í vor að til starfa í Dalabyggð tók íþrótta- og tómstundafulltrúi. Við þau tímamót færist allt félagslíf sem tengist starfi félagsmiðstöðva af skólanum yfir á hið nýja embætti. Um er að ræða allt sem viðkemur Samfés og opnu húsi á miðvikudagskvöldum.
Auðarskóli verður engu að síður með félagslíf, en með breyttu sniði. Í vetur verður farið af stað með nokkrar nýungar eins og klúbbastarf og leitað á ný mið í skipulagi á dansleikjum. Til að byrja með völdu nemendur að stofna til þriggja klúbba sem eru: Lan-klúbbur, Friends-klúbbur og Tónlistarklúbbur. Klúbbastarfssemin verður fjóra þriðjudaga fram að áramótum og hefast þeir eftir kennslu kl. 15.30. Þá er ákveðið að slá upp dansleik í skólanum þann 30. október og verður það - Halloween Diskó ! Allar nánari upplýsingar um klúbbana og tímasetningar er að finna á þessari slóð. Umsjónarmaður með félagslífi nemenda í Auðarskóla er Elísabet Kristjánsdóttir Vegna forfalla er nú laus 100% staða starfsmanns við umönnun barna í leikskóla Auðarskóla.
Umsækjandi þarf að hafa hlýtt viðmót, hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum og vera áhugasamur um skólastarf og starfsþróun. Vinnutími er 8.00 - 16.00 og 09.00 - 17.00 (mismunandi eftir vikum). Launakjör fara eftir kjarasamningum SDS við Samband íslenskra sveitarfélaga. Starfið hentar jafnt körlum sem konum. Umsóknarfrestur er til 10. október. Upplýsingar um stöðuna veitir Eyjólfur Sturlaugsson skólastjóri í síma 434 1133 eða á netfanginu eyjolfur@audarskoli.is Áhugasamir sendi umsókir ásamt ferilskrá rafrænt á sama netfang. |
........... Á næstunni ......
|