Auðarskóli |
![]() Í ljósmyndavali kynnast nemendur eigin myndavélum og fá tækifæri til að læra á og nota DSLR vél skólans. Þá verður áhersla lögð á að skilja undirstöðu ljósmælingar þar sem unnið er með hraða, ljósop og ISO. Einnig verður farið í myndbyggingu, mismunandi nálgun á viðfangsefnum, myndvinnslu o.fl. Unnið verður með þemu þar sem nemendur þurfa að leysa ýmis verkefni og mikið verður lagt upp úr sköpun einstaklinganna. Undanfarið hafa nemendur verið að kynna sér myndvinnsluforritið Picasa sem við byrjum á að nota. Þetta er einfalt og gott forrit sem fæst fríkeypis á netinu. Hægt er að sjá fyrstu myndirnar og myndvinnslutilraunir á flickr síðu ljósmyndavalsins, en í þessari vinnslu fengu nemendur algjörlega frjálsar hendur til að kynnast ýmsum tólum forritsins - látið ykkur ekki bregða! Síðar í vetur koma nemendur til með að kynna sér lítillega forritið Gimp sem er mun flóknara myndvinnsluforrit en hægt er að nálgast ýmis kennslumyndbönd og leiðbeiningar á veraldarvefnum. Flickr síða ljósmyndavalsins er www.flickr.com/photos/krakkalakkar en þar er einnig brot af þeim myndum sem útskrifaðir nemendur unnu á sínum tíma. Kennari er Steinunn Matthíasdóttir Nú er fundargerð frá aðalfundi foreldrafélagsins 2013 komin á vefsvæði skólans. Slóðin á fundargerðina er hér.
Frjálsíþróttamóti sem vera átti á morgun (11.sept.) í Borgarnesi hefur verið frestað um óákveðinn tíma af mótshaldara vegna óhagstæðara veðurskilyrða.
![]() Nú er búið að setja rúmlega 60 myndir frá utanlandsferð eldri nemenda, síðastliðið vor til Danmerkur, inn á myndasvæði skólans. Myndirnar eru flestar teknar af nemendum sjálfum. Sjá http://www.flickr.com/photos/audarskoli Hér að ofan er mynd af nemendahópnum á góðri stund fyrir framan Tívolí. Eftirfarandi sjö nemendur skipa nýja stjórn nemendafélagsins:
Formaður kosinn beinni kosningu allra nemenda í 8. – 10. bekk Einar Björn Þorgrímsson 9. bekk 10. bekkur Hlynur Snær Unnsteinsson Sindri Geir Sigurðsson Varamaður: Kristín Þórarinsdóttir 9. bekkur Ríkharður Eyjólfsson Einar Björn Einarsson Varamaður: Steinþór Logi Arnarsson 8. bekkur Lydía Nína Bogadóttir Eydís Lilja Kristínardóttir Varamaður: Helgi Fannar Þorbjörnsson Stjórnin skiptir með sér öðrum verkum. Umsjónarmaður félagslífs er Katrín Ólafsdóttir Aðalfundur foreldrafélags Auðarskóla verður haldinn í grunnsskólanum kl. 20.00 mánudaginn 9.september næstkomandi.
Dagskrá: 1. Kosning fundarstjóra og fundarritara. 2. Fráfarandi stjórn gerir grein fyrir starfi síðasta starfsárs og fjárhagslegri stöðu félagsins. 3. Fulltrúar í skólaráði gera grein fyrir starfi síðasta starfsárs. 4. Lagabreytingar, ef ástæða þykir til. 5. Kosningar. Stjórnarkjör, kosning fulltrúa í fræðslunefnd og kosning tveggja fulltrúa í skólaráð. 6. Önnur mál. Foreldrafélag Auðarskóla er sameignilegt foreldrafélag fyrir leik- og grunnskóla. Foreldrar eru hvattir til að mæta. Framundan eru foreldrafundir/námsgagnakynningar í skólanum. Þær verða sem hér segir:
Yngsta stig miðvikudaginn 4. september kl. 14.00 Miðstig þriðjudaginn 10.september kl. 10.10 Efsta stig miðvikudaginn 11.september kl. 17.00 Leikskólinn þriðjudaginn 10. september kl. 17.45 Skólastjóri ![]() Nú erum við að leggja gamla vídeótækinu okkar og sjónvarpinu. Ætlum að nota DVD diska í stað VHS; já tími til kominn segja eflaust sumir. Við eigum nokkurt safn VHS spóla með barnaefni en eiginlega ekkert DVD efni. Því þiggjum við í Auðarskóla með þökkum talsett barnaefni á DVD diskum sem fólk er hætt að nota og fyrir liggur jafnvel að henda. Efnið er notað við ýmiss tækifæri; t.d þegar rignir svona mikið eins og í dag því þá er ekki hægt að vera með börn úti allan gæslutímann. |
Á næstunni
|