
Undanfarið hafa nemendur verið að kynna sér myndvinnsluforritið Picasa
sem við byrjum á að nota. Þetta er einfalt og gott forrit sem fæst
fríkeypis á netinu. Hægt er að sjá fyrstu myndirnar og myndvinnslutilraunir á flickr síðu ljósmyndavalsins, en í þessari vinnslu fengu nemendur algjörlega frjálsar hendur til að kynnast ýmsum tólum forritsins - látið ykkur ekki bregða!
Síðar í vetur koma nemendur til með að kynna sér lítillega forritið
Gimp sem er mun flóknara myndvinnsluforrit en hægt er að nálgast ýmis
kennslumyndbönd og leiðbeiningar á veraldarvefnum.
Flickr síða ljósmyndavalsins er www.flickr.com/photos/krakkalakkar en
þar er einnig brot af þeim myndum sem útskrifaðir nemendur unnu á sínum
tíma. Kennari er Steinunn Matthíasdóttir