Auðarskóli |
![]() Nýja tölvuverið í grunnskólanum Á árinu 2012 hófst umfangsmikil endurnýjun tölvubúnaðar í Auðarskóla ásamt aukinni tölvuvæðingu stofnunarinnar í heild. Stór hluti búnaðar var orðin mjög gamall eða allt að 10 ára. Eftirfarandi hefur verið gert í þeim málum : Deildir skólans; leikskóli, grunnskóli og tónlistarskóli, eru nú allar tengdar saman, með þráðlausu samgandi, á einn netþjón með sömu afritunarstöð og sömu internetgátt. Þannig hefur öryggi gagna verið bætt og gagnafluttningur milli deildar verið stórbættur. Búið er að endurbæta og stækka þráðlausanetið í grunnskólanum þannig að allstaðar er hægt að vinna á fatölvur, spjaldtölvur eða snjallsíma. Búið er að auka hraðann á internetinu út og inn úr stofnuninni, sem eykur möguleika þess að nota námsefni beint af neti . Búið er að fastsetja upp í loft skjávarpa í fimm kennslustofum og tengja þá tölvum. Búið er að færa nemendatölvur út í almennar kennslustofur og inn á bókasafn. Allir kennarar grunnskóladeildar hafa nú fengið nýjar vinnutölvur. Tölvukostur í tónlistarskóla hefur verið endurnýjaður og tölvukostur í leikskóla endurnýjaður að hluta. Síðast en ekki síst hefur tölvuver grunnskólans verið endurnýjað að fullu. Þar eru nú nýtt "client" kerfi, sem samanstendur af einni móðurtölvu og 14 "clientum". Á næsta ári er fyrirhugað að endurnýja áfram tölvur í skólanum. Þá verður og sjónum m.a. beint að spjaldtölvum fyrir sérkennslu og leikskólabörn. Það er mikilvægt að hafa það í huga að í námsumhverfi samtímans er tölva og upplýsingatækni ekki síður mikilvæg en blýantur, bækur og önnur námsgögn. Því þarf að huga vel að þeim málum bæði í skóla á heimili barna. ![]() Foreldrafélag Auðarskóla hélt aðalfund sinn þann 6. september. Fundurinn var allvel sóttur og voru hin ýmsu mál rædd. Stjórn félagsins er skipuða á eftirfarandi hátt: Formaður: Arnar Eysteinsson sem er fulltrúi grunnskóla í stjórn. Ritari: Ingibjörg Anna Björnsdóttir sem er fulltrúi leikskóla í stjórn. Gjaldkeri: Þorsteinn Jónsson sem er fulltrúi grunnskóla í stjórn. Meðstjórnandi: Carolin A Bare-Schmidt sem fulltrúi leikskóla í stjórn. Meðstjórnandi: Þórunn Björk Einarsdóttir sem er fulltrúi leikskóla í stjórn. Fulltrúi foreldra í fræðslunefnd: Arnar Eysteinsson Eftirfarandi eru fulltrúar foreldra í skólaráði Auðarskóla : Herdís Rósa Reynisdóttir fulltrúi foreldra Ingibjörg Anna Björnsdóttir fulltrúi foreldra Þórunn Björk Einarsdóttir fulltrúi foreldra Fundargerð fundarins má finna hér. ![]() Yngri nemendur á Álfadeild fóru í gönguferð í góða veðrinu mánudaginn 17. september um Búðardal. Farið var í hreyfistundinni og gengið í "stóran" hring. Nokkur hús voru skoðuð álengdar: Skólinn þar sem stóru krakkarnir eru, bankinn, heilsugæslan(sjúkrahúsið :-)), húsið hans Benónís og Thomsenshús. Einnig gafst gott tækifæri til að fara yfir umferðarreglurnar. Allir komu sælir og ánægðir heim og beint í afmælisveislu Hauks Atla sem er 5 ára þennan dag. Aðalmenn
Elín Huld Jóhannesdóttir formaður Marinó Björn Kristinsson meðstjórnandi Aníta Rún Harðardóttir meðstjórnandi Benedikt Máni Finnsson meðstjórnandi Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir gjaldkeri/varaformaður Íris Dröfn Brynjólfsdóttir meðstjórnandi Steinþór Logi Arnarsson ritari Varamenn Elín Huld Jóhannesdóttir Sindri Geir Sigurðsson Einar B. Einarsson Laufey Fríða Þórarinsdóttir Fulltrúar í skólaráð Auðarskóla Elín Huld Jóhannesdóttir aðalmaður Benedikt Máni Finnsson aðalmaður Íris Dröfn Brynjólfsdóttir varamaður Fulltrúi í ungmennaráð Dalabyggðar Aníta Rún Harðardóttir aðalmaður Marinó Björn Kristinsson varamaður Umsjónarmaður með félagslífi skólaárið 2012 – 2013 verður Katrín Ólafsdóttir. Skólastjóri Foreldrafundi, sem boðaður hafði verið á morgun þriðjudaginn 11. september, í leikskólanum er frestað um sinn vegna óviðráðandi ástæðna.
Þriðjudaginn 11. september fer fram frjálsíþróttamót samstarfsskólanna á Vesturlandi. Nemendur í 3. - 10. bekk geta keppt. Skráningarblöð hafa verið send í töskupósti heim með nemendum, þar sem foreldrar þurfa að staðfesta þátttöku. Blöðunum skal skila í síðasta lagi í skólann föstudaginn 7. sept.
|
Á næstunni
|