Auðarskóli |
Sælir ágætu foreldrar/forráðamenn
Almennur upplýsingabæklingur Auðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er nú tilbúinn og verður sendur heim með nemendum á morgun, miðvikudaginn 26. ágúst. Í honum er að finna helstu upplýsingar um starfið í vetur, s.s. stuðningskerfi skólans, hvernig á að senda tilkynningar til okkar og önnur ,,praktísk" atriði. Ég læt fylgja með þessari frétt slóð inn á bæklinginn. Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri Bæklingurinn Nú fer að líða undir sumarlok og skólaárið að hefjast hjá okkur í Auðarskóla. Eins og ljóst er orðið byrjun ekki með sama móti og venjulega. Með því erum við að bregðast við þeim tilmælum sem stjórnvöld hafa sett vegna Covid19.
Skólasetning verður fyrir nemendur og foreldra í 1. bekkjar mánudaginn 24. ágúst (póstur hefur verið sendur á forráðamenn) en aðrir nemendur mæta samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 25. ágúst. Skólabílar byrja að ganga þann dag. Skólinn er áfram lokaður fyrir aðra en starfsmenn og nemendur. Þurfi foreldrar einhverra hluta vegna að koma í skólann biðjum við þá um að láta vita af sér fyrirfram hjá ritara. Forfallatilkynningar þurfa að berast til ritara annað hvort í síma 430-4757 eða á netfangið ritari@audarskoli.is. Leikskólabörn af Tröllakletti og verðandi 1. bekkingar ásamt starfsfólki leikskólans fóru í ferðalag að Háafelli í Borgarfirði í Geitfjársetrið í gær, fimmtudaginn 20. ágúst. Veðrið var eins og best var á kosið og allir mjög spenntir að fá að fara í rútu. Geiturnar tóku vel á móti okkur eins og staðarhaldirinn hún Jóhanna. Geitur eru einstök dýr, miklir mannvinir og finnst gott að fá knús. Það fengu kiðlingarnir a.m.k. í ómældu magni. Hænur og vinnutæki drógu líka að sér athygli. Ný orð bættust í orðaforðann og við lærðum að skinn af geitum heita „stökur“ og ull af geitum flokkast í „strí“ og „fiðu“ en ekki „tog“ og „þel“. Nesti var borðað í móttökunni á setrinu og þar fengu börnin einnig smá fræðslu um geiturnar. Heimsóknir í Geitfjársetrið eru alltaf dásamlegar og allir héldu glaðir heim.
|
Á næstunni
|