Kynningarnar verða sem hér segir:
03. september elsta stig kl. 15.00 - 16.00
09. september miðstig kl. 15.00 - 16.00
10. september yngsta stig kl. 14.00 - 15.10
Auðarskóli |
Framundan eru námsefniskynningar með foreldrum í grunnskóladeildinni. Á námsefniskynningum er farið yfir skipulag kennslu og það námsefni sem kenna á. Einnig eru fundirnir hentugir fyrir foreldra að skipuleggja foreldrasamstarf vetrarins; kjósa tengla og fl.
Kynningarnar verða sem hér segir: 03. september elsta stig kl. 15.00 - 16.00 09. september miðstig kl. 15.00 - 16.00 10. september yngsta stig kl. 14.00 - 15.10 Í dag var útivistardagur í grunnskóladeildinni. Þá færist kennslan meira út. Hér á myndinni má sjá tíma úr heimilisfræði.
Framundan eru allnokkrar breytingar í leikskólanum. Frá og með 1. október eykst þjónusta skólans þegar hann tekur inn börn frá 12 mánaða aldri. Þetta er viðamikil breyting sem kostar talsverðan undirbúning. Ljóst er að breytingin mun hafa áhrif á allt innra starf leikskólans. Ítarlegri upplýsingar er að finna í hjálögðu foreldrabréfi. Slóð hér.
Skólastjóri Föstudaginn 21. ágúst næstkomandi mæta nemendur með foreldrum sínum sem hér segir:
Kl. 09.50 Yngsta stig (nemendur fæddir 2009, 2008, 2007, og 2006) Kl. 10.10 Miðstig (nemendur fæddir 2005, 2004 og 2003) Kl. 10.30 Elsta stig (nemendur fæddir 2002, 2001 og 2000) Tekið er á móti nemendum og foreldrum á hverju stigi fyrir sig. Eftir samveru stigsins ganga umsjónarhópar til heimastofu með umsjónarkennurum í fyrstu kennslustundina. Á þessum fyrsta degi skólaársins er farið yfir ýmislegt sem viðkemur skólastarfi vetrarins; t.d. hópaskiptingar, stundatöflur, námsmat og íþróttakennslu. Skólaakstur hefst svo samkvæmt stundatöflu mánudaginn 24. ágúst. |
........... Á næstunni ......12. og 14. október. Aðalnúmer: 4304757
|