
Gleðilegt sumarfrí
Starfsfólk leikskólans
Auðarskóli |
![]() Í dag var síðasti dagurinn í leikskóla Auðarskóla á þessu skólaári. Framundan er sumarfrí til 2. ágúst næstkomandi. Við kveðjum því í bili með myndasyrpu frá vordögum leikskólans. Slóðin er hér. Gleðilegt sumarfrí Starfsfólk leikskólans Nú eru skóladagatölin fyrir næsta skólaár komin á heimasíðu skólans. Um er að ræða sameiginlegt dagatal fyrir tónlistar- og grunnskóladeild og svo dagatal fyrir leikskóladeild. Þið finnið dagatölin undir AUÐARSKÓLI > Um skólann. Einnig hér.
Það er um að gera að prenta dagatölin út og hengja á ísskápinn í eldhúsinu. ![]() Dagana 24. - 25. maí foru nemendur í 8. - 10. bekk í skólaferðalag í Skagafjörðinn. Þar m.a.var farið í heimsókn á Hóla, Vesturfarasafnið, í flúðasiglingu og klettaklifur. Umsjónarkennaranir Jónína Magrét og Kristján Meldal fylgdu nemendum. Sveinn sá að vanda um aksturinn. Ekki eru allar myndir komnar í hús af ferðinni, t.d. vantar enn myndir af flúðasiglingunni. Hægt er að nálgast myndirnar á þessari slóð: http://www.flickr.com/photos/audarskoli/ Til þeirra sem eiga eftir að skila bókum. Vinsamlegast skilið bókum af skólabókasafninu fyrir sumarlokun grunnskólans 16. júní næstkomandi.
Þriðjudaginn 7. júní verður vorferðalag leikskólans. Lagt verður af stað upp úr kl. 9:00 og munu Sveinn á Staðarfelli og Kalli í KM vera bílstjórarnir okkar. Leikskólinn tekur með nesti til ferðarinnar.
Farið verður í Daníelslund í Borgarfirðinum og rölt þar um stíga, nestið borðað og leikið. Þaðan er farið í Baulu; borðaður ís og leikið á útisvæðinu. Mjög mikilvægt er að klæða sig eftir veðri með auka sokka og vettlinga. Heimkoman er frekar óráðin en líklegt að hún verði um kl. 13:00 og þá tekur vorhátíð við með grilli. |
........... Á næstunni ......12. og 14. október. Aðalnúmer: 4304757
|