Nemendur elsta stigs fóru í skólaferðalag mánudaginn 25. og þriðjudaginn 26. maí. Haldið var á Staðarfell þar sem Björgunarsveitin mætti með allskonar græjur. Þar fengu nemendur að prufa að síga, busla í sjónum í þurrgalla og fara hring á björgunarbátnum. Sveinn mætti líka með sinn bát svo fleiri gátu farið í einu. Eftir kaffi fóru nemendur í Murdermistery sem er hlutverkaleikur. Um kvöldið var kvöldvaka með allskonar þrautum. Gist var í íbúðunum á Staðarfelli. Þriðjudagsmorguninn var farið inn að Laugum. Þar var farið í leiki með loftboltum, grillað og svo endað á sundlaugapartý með vatnsblöðruslag. Mjög vel heppnuð ferð og voru nemendur skóla sínum til sóma eins og ávallt. Við þökkum Björgunarsveitinni og Sveini kærlega fyrir aðstoðina. Á þriðjudaginn 19. maí var haldinn hjóladagur í leikskólanum. Félagar úr Slysavarnadeild Dalasýslu ásamt Níels lögreglumanni heimsóttu börn leikskólans. Allir fengu skoðunarmiða á hjólin sín og gengið var úr skugga um að allir væru með hjálmana meðferðis. Mikið var hjólað á afgirtu bílaplani og inni á leikskólalóðinni og var nýja hjólaþvottastöðin líka tekin í notkun. Þvottastöðin vakti mikla lukku og var hún nýtt á allrahanda máta. Óhætt er að segja að allir hafi skemmt sér vel í blíðskaparveðri við hjólaæfingar, sull og þvotta. Við þökkum félögum úr Slysavarnadeildinni og Níels lögreglumanni kærlega fyrir heimsóknina. |
........... Á næstunni ......12. og 14. október. Aðalnúmer: 4304757
|