Auðarskóli |
Vegna skólaferðalaga er heimakstur þann 30.maí kl. 16.00.
„Tóbakslaus bekkur“ er árleg samkeppni á vegum lýðheilsustöðvar. Þar gefst nemendum í 7. og 8. bekk að taka þátt með því að staðfesta fimm sinnum yfir veturinn að bekkurinn séu tóbakslaus og svo er frjálst hvort nemendur sendi inn lokaverkefni. Að þessu sinni sendu bæði 7. og 8. bekkur Auðarskóla inn lokaverkefni. Nemendur lærðu ýmislegt af þessu verkefni og voru flest mjög sátt með lokaniðurstöðuna. 7. bekkur skilaði inn myndbandi (efra myndbandið). Í myndbandinu heyrið þið frumsamið lag sem nemendur sungu og spiluðu, einnig er smá leikþáttur saminn af nemendum. 8. bekkur skilaði inn myndbandi (neðra myndbandið). Þau sömdu leikþátt og vilja vara við ljótum orðum sem koma fyrir í myndbandinu. Undanfarna áratugi hafa nemendur verið í umsjónarhópum sem samanstanda af einum eða tveimur árgöngum (bekkjum). Undanfarin ár hafa bekkjardeildir verið á bilinu 6 – 7. Skólaárið 2013 – 2014 verður horfið frá þessu fyrirkomulagi og búnir til umsjónarhópar á hverju stigi fyrir sig. Á yngsta stigi verða þrír umsjónarhópar, á miðstigi verða tveir umsjónarhópar og á efsta stigi verða tveir umsjónarhópar. Þótt umsjónarkennarar verði nákvæmlega jafnmargir og í gamla kerfinu felst í því miklu meiri sveigjanleiki til að aðlaga námsaðstæður að þörfum barna. Hér hjálagt er fyrsta kynning á komandi breytingu. Kynningafundir fyrir foreldra verða svo í byrjun júní. ![]()
![]() Skóladagatöl fyrir næsta skólaár eru nú komin á vefinn. Um er að ræða bæði leikskóladagatal og sameiginlegt skóladagatal fyrir tónlistar- og grunnskóladeild. Hér má finna dagatölin. |
Á næstunni
|