AUÐARSKÓLI
  • Forsíða
  • Um skólann
    • Skóladagatal
    • Staðsetning (kort)
    • Símar/gjaldskrár/eyðublöð
    • Starfsfólk
    • Skipurit
    • Stefnur og áætlanir >
      • Sýn skólans
      • Eineltisáætlun
      • Innra matsáætlun
      • Áfallaáætlun
      • Endurmenntun
      • Jafnréttisáætlun
      • Forvarnir
      • Læsisstefna
      • Skólasóknaráætlun
      • Rýmingaráætlun
    • Stoðþjónusta
    • Foreldrafélagið
    • Nefndir og ráð
    • Mötuneyti
    • Myndir
  • Grunnskóli
    • Skólareglur
    • Skólaakstur
    • Nám og kennsla >
      • Áherslur 2020-2021
      • Viðmið.stundarskr.
      • Heimanám
      • Að útskrifast fyrr
    • Námsmat
    • Námskrá
    • Samstarf
    • Hagnýt atriði >
      • Bæklingur
      • Félagsstarf
      • Foreldrasamstarf
      • Vinaliðar
      • Skólabókasafn
      • Skólavistun
      • Leyfi nemenda
      • Öryggismál
      • Móttaka nemenda
    • Skógrækt Auðarskóla
  • Leikskóli
    • Skóladagatal
    • Skólaakstur
    • Vistunarreglur
    • Skipulag >
      • Dagskipulag
      • Mánaðarskipulag
    • Úr námskrá >
      • Áherslur 2019 - 2020
      • Námskrá
      • Orðaspjall
      • Samstarf
      • Aðlögun
      • Útikennsla
      • Lubbi
      • Vináttuverkefni
      • Þróunarstarf
    • Hagnýt atriði >
      • Reglur við mikla undirmönnun
      • Afmæli
      • Fatnaður og útivera
      • Sérfræðiþjónusta
      • Dóta- og litadagar
      • Söngvasafn
      • Öryggismál
    • Foreldrahandbók
  • Tónskóli
    • Verklagsreglur
    • Námsfyrirkomulag
    • Hagnýt atriði
    • Hljómlistarsjóður
  • Útgáfa

Auðarskóli

Ábyrgð - Ánægja - Árangur

Upplestrarhátíð Auðarskóla

29/4/2020

 
Picture

Upplestrarhátíð er hluti af okkar starfi í Auðarskóla. Nemendur 7.b. tekur þátt í þessari hátíð á hverju ári. Við vinnum að því að lesa upphátt á fallegan og áheyrilegan hátt bókmenntatexta og ljóðatexta. Að mörgu er að hyggja eins og líkamsstöðu, tónhæð, tjáningu, tengingu við áheyrendur svo eitthvað sé nefnt. Innan skólans fer fram samkeppni um hverjir fara fyrir hönd skólans í Upplestrarhátíð Vesturlands. Dómarar þessarar keppni eru fengnir úr samfélaginu okkar og oft á tíðum er erfitt að vera í þeirra sporum að velja tvo til að fara fyrir hönd skólans.

Líkt og önnur skólaár hófum við vinnuna kringum 16. nóvember sem er dagur íslenskar tungu, fæðingardagur Jónasar Hallgrímssonar. Mestan þunga settum við þó í vinnuna í febrúar og mars og stefnan var tekin á lokahátíð skólans þann 16. mars.

​

Óhætt er að segja að babb hafi komið í bátinn vegna þeirrar veiru sem æðir um heiminn og við urðum að fresta keppninni sem var afar svekkjandi þar sem við vorum að fara að halda keppnina okkar. Þráðurinn var þó tekinn upp nú í apríl og nemendur 7. bekkjar fóru í að æfa sig heima. Möguleikinn á að hittast var samt enginn nema með aðstoð tækninnar og það nýttum við okkur. Nemendur voru tilbúnir í að leysa verkefnið á þennan óvenjulega hátt og þökkum við þeim fyrir að vera svona sveigjanleg og jákvæð. Þeir lásu upp texta og ljóð sem tekið var upp og dómarar fengu efnið í hendur.

Okkar fólk í ár í Upplestrarhátíð Vesturlands verða Embla Dís Björgvinsdóttir og Elna Rut Haraldsdóttir. Svanur Þórarinsson er til vara. Óskum við þeim til hamingju og vegni þeim sem best.
​
Hátíðin verður haldin að Varmalandi þann 19. maí (að öllu óbreyttu).

​Fjarkennsla í Auðarskóla

24/4/2020

 
Eins og ykkur er kunnugt þá hefur ríkt samkomubann á Íslandi nú um nokkurt skeið. Þetta bann hefur raskað kennslu í grunn- og leikskólum á Íslandi og höfum við ekki farið varhluta af því. Auðarskóli hefur mætt þessum breytingum með fjarkennslu í gegnum Teams fyrst á unglingastigi og síðar á miðstigi. Ekki hefur þetta gengið alveg áfallalaust fyrir sig sérstaklega þó vegna tæknimála. Í upphafi þurfti að kanna hvort skólinn hefði nauðsynlegan fjölda leyfa til þess að sinna fjarkennslu í Office 365. Með nokkrum tilfæringum þá var hægt að koma öllum nemendum í samband. Um síðustu mánaðarmót var svo komið að endurnýjun leyfa frá Office 365 og var sú ákvörðun tekin að halda okkur við sömu leyfi og við höfðum haft því þetta var að ganga ágætlega. Þau hjá Office 365 eru alltaf að betrumbæta leyfin sín (að þeirra sögn) og fækka útgáfum og gera þau aðgengilegri fyrir viðskiptavininn. Það hefur því nokkrum sinnum gerst að við höfum þurft að skrá nemendur inn aftur þar sem þau leyfi sem þau höfðu voru felld niður og annað tekið upp í staðinn. Þetta gerðist einmitt nú og hef ég verið að breyta leyfum hjá nokkrum nemendum nú upp á síðkastið þar sem þeir hafa ekki haft sama aðgang og áður. Við þær aðstæður sem nú eru í heiminum þá hafa þessar breytingar tekið lengri tíma frá Office 365 en við erum vön og hafa leyfisbreytingar tekið allt að 24 klukkustundum í stað 2-3 mínútna. Við höfum ekkert vald yfir þessu og verðum að sætta okkur við þetta eins og aðrir notendur út um allan heim.

Annars hefur fjarkennslan í Auðarskóla í gegnum Teams gengið vel og nemendur hafa verið að skila verkefnum þar í gegn ásamt því að taka próf bæði á unglingastigi sem og miðstigi. Eins hafa kennarar verið að halda fundi með nemendum í gegnum Teams og verið í bréfaskriftum með tölvupóstum. Sem dæmi má nefna að upplestrarkeppni 7. bekkjar fór fram í gegnum Teams-Stream, þ.e. nemendur lásu þar og kennarar tóku upp og hefur upplestur þeirra þegar verið sendur til dómaranna sem munu síðan skera úr um hver verður fulltrúi Auðarskóla í stóru upplestrarkeppni samstarfsskólanna í maí.

Við höfum lært mikið af þessu öllu sem skóli bæði kennarar og nemendur og má því segja að þessir fordæmalausu tímar sem við lifum nú á hafi fært okkur eitthvað jákvætt. Ég tel víst að þessi kunnátta eigi eftir að nýtast okkur í framtíðinni og við munum örugglega notfæra okkur hana við ýmis tækifæri þó vonandi aldrei við þær aðstæður sem nú eru í heiminum.
​
Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri

Sumarkveðja

24/4/2020

 
Gleðilegt sumar kæru nemendur, foreldrar og aðrir velunnarar Auðarskóla.
Við þökkum ykkur öllum kærlega fyrir veturinn og fögnum komandi sumri.
Nú þegar náttúran lifnar við eftir vetrardvala er að mörgu að hyggja.
Við hvetjum alla til útiveru og hreyfingar en gætum okkur á sóttvörnum og 2ja metra reglunni.
​Við hlökkum til að sjá alla nemendur okkar í næstu viku þegar samkomubanni verður aflétt.

Við göngum mót hækkandi sól, sól, sól
og sjáum hana þíða allt er kól, kól, kól
Svo vætlurnar streyma
og vetrinum gleyma,
því vorið er komið með sól, sól, sól.

Ó, heill sé þér, bráðláta vor, vor, vor
og velkomið að greikka okkar spor, spor, spor
Því ærsl þín og læti
og ólgandi kæti
er æskunnar paradís, vor, vor, vor.

​Sumarkveðja frá starfsfólki Auðarskóla

Skólastarfið hafið á ný eftir páska

17/4/2020

 
​Þá er skólastarfið hafið eftir páska í Auðarskóla. Það er ekki fjölmennt hjá okkur þessa dagana en skólastarfið fer vel af stað. Við höfum gert smávægilegar breytingar en nú byrjar bæði leik- og grunnskólinn klukkan 8:00 og báðar deildir eru búnar klukkan 14:30, grunnskólinn á föstudögum klukkan 12:30. Við gerum ráð fyrir að þetta fyrirkomulag verði út 4. maí. Undirbúningur er hafinn af því hvernig skólastarf verður eftir 4. maí. Það eru líkur á því að skólinn verði með skipulagsdag 4. maí  eða 5. maí en við tilkynnum það betur síðar. 
Picture

Auðarskóli fer í páskafrí

8/4/2020

 
Auðarskóli er kominn í páskafrí. Skólahald hefst aftur eftir páska 8.apríl með sama fyrirkomulagi og var núna síðustu vikuna fyrir páska. Sú starfsemi sem Auðarskóli heldur úti í samkomubanninu verður sú sama og fyrir páska. Forgangs nemendur á leikskólanum og 1.-4.bekkur í grunnskólanum. Við biðjum foreldra um að fylgjast vel með upplýsingum frá skólanum verði einhverjar breytingar.
Við þökkum fyrir samstarfið í samkomubanninu. Það eiga margir miklar þakkir skilið fyrir þann tíma sem samkomubannið hefur verið í gildi. Við viljum sérstaklega senda þakkir til þeirra stofnana í Dalabyggð sem hafa haldið úti þjónustu síðustu vikur. Þar eru allir að standa sig frábærlega og margir undir erfiðum kringumstæðum.
Gleðilega páska.
Picture

Skólastarf í Auðarskóla

3/4/2020

 
Picture
​Nú er þriðja vikan í samkomubanni að klárast. Skólastarf Auðarskóla hefur tekið miklum breytingum á þessum tíma. Leikskólinn er nú opinn fyrir skilgreinda forgangshópa almannavarna og í grunnskólanum eru 1.-4. bekkur í tveimur hópum. Aðrir grunnskólanemendur eru komnir í heimakennslu. Það hefur gengið vel að virkja nemendur í heimakennslu og hafa kennarar sent upplýsingar heim og verið í samskiptum við foreldra og nemendur. Það er rétt að ítreka það að ef foreldrum finnst vanta eitthvað af upplýsingum að hafa þá samband við umsjónakennara síns barns.

Í sveitarstjórn var þessi ályktun samþykkt í gær:
Frá 15. mars, þegar samkomubann tók gildi, miðast reikningar vegna Auðarskóla (tónlistarskóla, mötuneytis og leikskóla) við þá þjónustu sem hefur verið nýtt. Foreldrar/forráðamenn fá endurgreitt það sem ofgreitt hefur verið vegna mars og reikningur vegna apríl mun miða við áætlun út frá stöðunni 30. mars. Uppgjör vegna raunverulegrar notkunar á þjónustu verður síðan gert í júní.

Við viljum ítreka að á Dalir.is eru mikið af upplýsingum varðandi covid19. Þar kemur fram ,, Skólar, leikskólar og íþróttafélög hafa skipulagt vandlega fyrirkomulag næstu daga og vikur til að fara eftir fyrirmælum heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi og samkomum. Það er mikilvægt að forráðamenn barna dragi á sama tíma úr fjölda einstaklinga í tengslaneti barna sinna utan skólatíma til að vinna ekki gegn þessum ráðstöfunum."
Þá hefur sveitarstjórn Dalabyggðar einnig ályktað: ,,Jafnframt ítrekar sveitarstjórn nauðsyn þess að fylgja fyrirmælum almannavarna og sóttvarnarlæknis varðandi blöndun hópa. Það er til lítils að viðhafa sóttvarnastarf og enga blöndun skólahópa á skólatíma ef þeim fyrirmælum er ekki sinnt af foreldrum eftir að skólatíma er lokið."

Það er sérstaklega mikilvægt að hafa þessi tilmæli í huga núna þegar páskafrí er að hefjast í grunnskólanum. En þetta á einnig að sjálfsögðu við um leikskólabörn.

Í lokin vil ég þakka öllum gott samstarf á þessum sérstöku tímum.

Kær kveðja
Hlöðver Ingi Gunnarsson
Skólastjóri
Auðarskóla

Viltu komast í Heimsmetabók Guinness?

2/4/2020

 
Picture
Lestrarverkefnið Tími til að lesa hófst í gær, 1. apríl. Verkefnið gengur út á að LESA. Allir Íslendingar, börn og fullorðnir, eru hvött til að skrá allan sinn LESTUR á vefsíðuna timitiladlesa.is. Þar er líka hægt að fylgjast með sameiginlegum lestri þjóðarinnar dag frá degi. Árangurinn er mældur í tíma og ef allir gefa sér góðan tíma í að LESA þá getum við Íslendingar slegið nýtt heimsmet sem yrði fyrsta sinnar tegundar. Verkefnið stendur til 30. apríl og því er um að gera að byrja að skrá. Metið okkar gæti orðið viðmið fyrir aðrar þjóðir og okkur sjálf inn í framtíðina.

Umgjörð og útlit verkefnisins tekur mið af markmiðinu og svipar merki verkefnis til merkja íþróttafélaga. Á vef verkefnis kemur fram að keppnistreyjur verði veittar heppnum þátttakendum í lok verkefnisins.

Auðarskóli hvetur alla íbúa Dalabyggðar til þátttöku og að sjálfsögðu alla nemendur sína, forráðamenn og starfsmenn. Kíktu á vefinn timitiladlesa.is og kynntu þér verkefnið.
​
Við Íslendingar erum keppnisfólk. Áfram við!

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi 2020

2/4/2020

 
Picture
Föstudaginn 21. febrúar var Stærðfræðikeppnin haldin í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. 106 keppendur voru skráði til leiks og átti Auðarskóli sex fulltrúa að þessu sinni.

Tíu efstu einstaklingarnir í hverjum árgangi fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaafhendingu sem halda átti laugardaginn 14. mars en vegna Covid-19 faraldursins var hún felld niður.

Fjórir nemendur Auðarskóla fengu boð á verðlauna- og viðurkenningaathöfnina. Í 8. bekk hlutu þær Dagný Sara Viðarsdóttir og Katrín Einarsdóttir viðurkenningu. Í 10. bekk hlutu þeir Atli Hjaltason og Stefán Ingi Þorsteinsson viðurkenningu en Stefán varð jafnframt í 2. sæti síns árgangs. Þetta er alveg hreint frábær árangur og óskum við þeim öllum innilega til hamingju.
 

Netskákmót fyrir grunnskólanemendur Vesturlands

1/4/2020

 
​Skáksamband Íslands í samvinnu við grunnskóla á Vesturlandi blása til netskákmóta fyrir grunnskólanemendur svæðisins. Mótin verða alla fimmtudaga og hefjast klukkan 16:30 og standa í klukkustund.

Fyrsta mótið er nú á fimmtudaginn kemur 2. apríl kl. 16:30. Teflt verður á chess.com
Mótin eru þannig að eftir hverja skák byrjar alltaf ný skák um leið, gegn nýjum andstæðingi. Einungis þarf að klikka á "next match" þegar skákin er búin.

Til að taka þátt þarf að fara í gegnum fáein einföld skref. Best er að klára skref 1 og 2 sem fyrst.

1. Búa til aðgang á chess.com (ef aðgangur er ekki til staðar nú þegar). Aðgangur er ókeypis og einfalt að búa til aðgang: https://www.chess.com/register
 
2. Gerast meðlimur í hópnum "Skólaskák Vesturland" : https://www.chess.com/club/skolaskak-vesturland

3. Skrá sig á mótin sem er hægt að gera frá 60 mínútum áður en þau hefjast. Hér er tengill á fyrsta mótið: https://www.chess.com/live#r=176277

Það þarf að ýta á "join" og svo bara bíða eftir að fyrsta skák byrjar klukkan nákvæmlega 16:30
Til að tefla í mótinu þarf að notast við fartölvu eða borðtölvu. Chess.com appið virkar ekki í mótum.
Hér má sjá almennar leiðbeiningar um hvernig má skrá sig á chess.com: https://www.youtube.com/watch?v=6HkWj7LCeWw&feature=youtu.be&fbclid=IwAR3RXTnvcyxN2DAf6j_oQEuHU4YvedQiPxRPuwFyU_GMDlAQ5J5Kxugfnl8
​

Mótin verða alla fimmtudaga næstu vikurnar og hefjast alltaf klukkan 16:30. Að ofan er tengill á fyrsta mótið en til að vera með í mótum á næstunni þarf einfaldlega að mæta á chess.com frá 15:30 á fimmtudögum og skrá sig í mótið í gegnum hópinn "Skólaskák Vesturland".
Öllum spurningum er svarað á netfangið stefan.steingrimur.bergsson@rvkskolar.is eða í síma 863-7562,
Kveðja, Stefán Bergsson æskulýðsfulltrúi Skáksambands Íslands.
Picture

     Á næstunni 

    22. nóvember: Danskennsla hefst

    30. nóvember:
    Danssýning kl. 12 Skólabílaakstur heim kl. 13 

    30. nóvember: Sparifatadagur í leikskólanum

    1. desember: Fullveldisdagurinn

    1. desember: 
    Sálfræðingur

    ​14. desember:
    Litlu-jólin í leikskólanum

    21. desember: 
    ​Litlu-jólin í grunnskólanum


     


    ​

     






    ​


    Eldri fréttir

    May 2021
    January 2021
    December 2020
    November 2020
    October 2020
    September 2020
    August 2020
    July 2020
    June 2020
    May 2020
    April 2020
    March 2020
    February 2020
    January 2020
    December 2019
    November 2019
    October 2019
    September 2019
    August 2019
    June 2019
    May 2019
    April 2019
    March 2019
    February 2019
    January 2019
    December 2018
    November 2018
    October 2018
    August 2018
    June 2018
    May 2018
    April 2018
    March 2018
    February 2018
    January 2018
    December 2017
    November 2017
    October 2017
    September 2017
    August 2017
    May 2017
    April 2017
    March 2017
    February 2017
    December 2016
    November 2016
    October 2016
    September 2016
    August 2016
    May 2016
    April 2016
    March 2016
    February 2016
    January 2016
    December 2015
    November 2015
    October 2015
    September 2015
    August 2015
    June 2015
    May 2015
    April 2015
    March 2015
    February 2015
    January 2015
    December 2014
    November 2014
    October 2014
    September 2014
    August 2014
    June 2014
    May 2014
    April 2014
    March 2014
    February 2014
    January 2014
    December 2013
    November 2013
    October 2013
    September 2013
    August 2013
    June 2013
    May 2013
    April 2013
    March 2013
    February 2013
    January 2013
    December 2012
    November 2012
    October 2012
    September 2012
    August 2012
    July 2012
    June 2012
    May 2012
    April 2012
    March 2012
    February 2012
    January 2012
    December 2011
    November 2011
    October 2011
    September 2011
    August 2011
    June 2011
    May 2011
    April 2011
    March 2011

    RSS Feed

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Forsíða
  • Um skólann
    • Skóladagatal
    • Staðsetning (kort)
    • Símar/gjaldskrár/eyðublöð
    • Starfsfólk
    • Skipurit
    • Stefnur og áætlanir >
      • Sýn skólans
      • Eineltisáætlun
      • Innra matsáætlun
      • Áfallaáætlun
      • Endurmenntun
      • Jafnréttisáætlun
      • Forvarnir
      • Læsisstefna
      • Skólasóknaráætlun
      • Rýmingaráætlun
    • Stoðþjónusta
    • Foreldrafélagið
    • Nefndir og ráð
    • Mötuneyti
    • Myndir
  • Grunnskóli
    • Skólareglur
    • Skólaakstur
    • Nám og kennsla >
      • Áherslur 2020-2021
      • Viðmið.stundarskr.
      • Heimanám
      • Að útskrifast fyrr
    • Námsmat
    • Námskrá
    • Samstarf
    • Hagnýt atriði >
      • Bæklingur
      • Félagsstarf
      • Foreldrasamstarf
      • Vinaliðar
      • Skólabókasafn
      • Skólavistun
      • Leyfi nemenda
      • Öryggismál
      • Móttaka nemenda
    • Skógrækt Auðarskóla
  • Leikskóli
    • Skóladagatal
    • Skólaakstur
    • Vistunarreglur
    • Skipulag >
      • Dagskipulag
      • Mánaðarskipulag
    • Úr námskrá >
      • Áherslur 2019 - 2020
      • Námskrá
      • Orðaspjall
      • Samstarf
      • Aðlögun
      • Útikennsla
      • Lubbi
      • Vináttuverkefni
      • Þróunarstarf
    • Hagnýt atriði >
      • Reglur við mikla undirmönnun
      • Afmæli
      • Fatnaður og útivera
      • Sérfræðiþjónusta
      • Dóta- og litadagar
      • Söngvasafn
      • Öryggismál
    • Foreldrahandbók
  • Tónskóli
    • Verklagsreglur
    • Námsfyrirkomulag
    • Hagnýt atriði
    • Hljómlistarsjóður
  • Útgáfa