Auðarskóli |
Þann 27. apríl verður unglingadansleikur í Lyngbrekku á Mýrum. Dansleikurinn er á vegum samstarfsskólanna í Borgarfirði, Dölum og Reykhólasveit. Skemmtunin hefst kl. 19.00 og lýkur kl. 22.00. Hljómsveitin Festival leikur fyrir dansi. Verð fyrir hvern nemanda er krónur 2.000. Sjoppa er á staðnum.
Áætlað er að rúta fari úr Saurbænum kl. 17.30 og frá Búðardal 18.00. Nemendur ættu að vera komnir til baka í Búðardal um kl. 23.00. Skólastjóri ![]() Fimmtudagurinn 14. april síðastliðinn var bókasafnsdagurinn. Í því tilefni bauð Hugrún forstöðumaður Héraðsbókasafnsins leikskólanum í heimsókn. Guðrún Kristinsdóttir las söguna af Gípu, sem börning sýndu mikin áhuga. Hugrún sýndi börnunum svo herbergi sem var fullt af mjög gömlum bókum. Að lokum fengu allir að skoða bækur og kex að borða. ![]() Nú er undirbúningur undir útsendingar Útvarps Auðarskóla í fullum gangi. Verkefnið er hluti dagskrár Jörvagleðinnar. Hvarvetna um skólann erum nemendur í 6. - 10. bekk að vinna að útvarpsþáttum. Viðtöl eru tekin, auglýsingar leiknar, samdar sögur og lagalistar settir saman. Útsendingin hefst svo á fimmtudaginn kemur kl. 20.00. Sent er út frá skólanum í Búðardal á FM 105,1. Ekki er alveg ljóst hversu langt útsendingin nær en þó ljóst að hún nær ekki um alla sýsluna. ![]() Tvær konur, þær Díana Ósk Heiðarsdóttir og Ragnheiður Jónsdóttur, úr Kvenfélaginu Fjólan komu færandi hendi hingað í skólann fimmtudaginn 7. apríl síðastliðinn. Þær færðu tónlistardeild Auðarskóla peningagjöf sem á að nýta á þann hátt sem stjórnendum finnst best henta í tónlistardeildinni. Starfsfólk Auðarskóla þakkar Kvenfélaginu Fjólan fyrir rausnarlega gjöf sem kemur sér vel. Á myndinni hér til hliðar má sjá Ólaf Einar Rúnarsson tónlistarkennara taka við gjöfinni fyrir hönd tónlistardeildar Auðarskóla. ![]() Í gærkveldi héldu nemendur Auðarskóla í Tjarnarlundi sína árshátíð. Þótt ekki séu nemendurnir margir var dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Í útibúinu eru sjö strákar og ein stelpa og því lá beinast við að setja upp leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö. Leikútgáfan var fjölbreytt og skemmtileg og þurftu leikarar að bregða sér í mörg gervi. Fá upphafi til enda einkenndi mikil leikgleði leikarana. Að lokinni skemmtidagskrá nutu gestir kaffiveitinga í boði foreldra. Myndir af árshátíðinni eru nú komnar inn á myndasvæði skólans. Lítið endilega inn. ![]() Lokahátíð stóru upplestarkeppninnar fór fram í Leifsbúð í Búðardal í gær. Alls mættu 11 keppendur frá eftirfarandi skólum; Auðarskóla, Heiðaskóla, Laugagerðisskóla, Grunnskólanum Borgarnesi og Grunnskóla Borgarfjarðar. Keppendur sem allir eru úr 7. bekk kepptu í þremur umferðum. Allir stóðu upplesarnir sig vel og var úr vöndu að ráða hjá dómurum. Sigurvegari að þessu sinni varð Harpa Hilmisdóttir úr Borgarnesi (sjá mynd), í öðru sæti varð Unnur Helga Vífilsdóttir Borgrnesi og í þriðja sæti varð Freyja Ragnarsdóttir Pedersen Grunnskóla Borgarfjarðar. Verðlaunahafar fengu viðurkenningaskjal og allir keppendur bók að gjöf. Því miður mætti enginn frá Sparisjóðunum, en þeir hafa hingað til séð um að afhenda peningaverðlaunin sem fylgja verðlaunasætum. ![]() Í vikunni fóru tveir elstu hóparnir á Álfadeild leikskólans í hundaleiðangur. Leiðangurinn var farinn í tenglsum við hundaþema, sem verið er að vinna að. Krakkarnir voru svo heppnir að hitta hundinn Millu (sjá mynd) sem leyfði þeim að knúsa sig og kjassa. Síðan lá leiðin með Ægisbrautinni og þar hittu þau siberian husky hundinn; Úlf. Að lokum var farið í Stekkjarhvamminn þar sem Káta, hundurinn hennar Guggu beið. Káta var mjög glöð að hitta alla þessa krakka sem vildu leika við hana. Þetta var vel heppnuð og skemmtileg ferð:) ![]() Í gærkveldi fór fram árshátíð Auðarskóla í Búðardal. Árshátíðin gekk ágætlega fyrir sig. Allir nemendur grunnskóladeildarinnar í Búðardal komu fram í atriðum og stóðu sig með mikilli prýði. Að þessu sinni voru óvenjulega mörg atriði frumsamin af nemendum, sem er skemmtileg viðbót í undirbúningsferlinu. Foreldar og vandamenn létu sig ekki vanta og fjölmenntu og voru gestir á öllum aldri. Alls var setið í um 230 sætum. Eftir leikræna tilburði nemenda voru kaffiveitingar í boði foreldra. Myndir af atriðum árshátíðarinnar hafa nú verið settar inn í myndsafn skólans. Lítið endilega á þær. |
Á næstunni
|