Við munum nú leggja meiri áherslu á fjarkennslu. Það verða sendar ítarlegri upplýsingar á foreldra í næstu viku.
Hlöðver Ingi Gunnarsson
Skólastjóri
Auðarskóla
Auðarskóli |
Ákveðið hefur verið að fella niður alla kennslu á miðstigi (5.-7.bekk) fram að páskum hið minnsta, það var samþykkt á sveitarstjórnarfundi rétt í þessu.
Við munum nú leggja meiri áherslu á fjarkennslu. Það verða sendar ítarlegri upplýsingar á foreldra í næstu viku. Hlöðver Ingi Gunnarsson Skólastjóri Auðarskóla Kæru foreldrar/forráðamenn
Ákveðið hefur verið að fella niður allan skólaakstur fram að páskum. Foreldrar geta að sjálfsögðu ennþá komið með sín börn (1. - 7. bekk) í skólann. Kær kveðja Hlöðver Ingi Gunnarsson Skólastjóri Auðarskóla Kæru foreldrar/forráðamenn
Á morgun munum við fella niður skólaakstur á öllum leiðum. Við höfum fengið ný tilmæli frá stjórnvöldum og meðan við erum að máta okkur að þeim þá fellur skólaakstur niður á öllum leiðum. Skólinn verður opinn á morgun með sama skipulagi og var í síðustu viku. Foreldrum/forráðamönnum í dreifbýli er að sjálfsögðu heimilt að koma með sín börn sjálf í skólann. Þetta á eftir að skýrast betur á morgun. Kær kveðja, Hlöðver Ingi Gunnarsson Skólastjóri Auðarskóla Kæru foreldrar/forráðamenn
Í morgun mættu nemendur og starfsmenn í Auðarskóla. Mjög vel hefur gengið að fara etir því skipulagi sem búið var að kynna. Það er mikil ró yfir nemendum og skólastarfið gengið vel í breyttri mynd. Bæði nemendur og starfsmenn hafa staðið sig eins og hetjur til að láta allt ganga. Höldum áfram svona! Kær kveðja Hlöðver Ingi Gunnarsson Skólastjóri Auðarskóla Skólahald í grunnskóladeild Auðarskóla í samkomubanni
Til að byrja með verður 8. - 10. bekkur í fjarnámi og munu umsjónarkennarar vera í samskiptum við foreldra og forráðamenn um fyrirkomulagið á því. 1. bekkur, 2. bekkur 3.-4. bekkur, 5. bekkur, 6. bekkur og 7. bekkur verða sérhópar. Við munum hafa öll samskipti milli hópa í lágmarki, bæði milli nemenda og milli starfsfólks. Hver hópur mun hafa mismunandi inngang. Sendar verða út upplýsingar um hvaða inngang hver hópur notar. Það væri gott (æskilegt) ef foreldrar og forráðamenn ræði það við börnin að eins og alltaf verður að fara að öllum fyrirmælum starfsfólks skólans. Vilji foreldrar fylgja börnum sínum til skóla skulu þau vera kvödd fyrir utan skólann. Grunnskólinn opnar klukkan 8:30 og mælst er til að nemendur sem búa í Búðardal virði þá tímasetningu. Skólinn verður opinn mánudaga til fimmtudaga til kl. 13:40, á föstudögum er lokað kl. 12:30. Þá fara nemendur heim, bæði þeir sem búa í Búðardal og þeir sem koma með skólabílum. Ástæðan fyrir því að börn eru send heim fyrr er að sótthreinsa þarf allan skólann fyrir næsta skóladag. Mötuneytið verður opið með ákveðnum skilyrðum. Nemendur fara í minni hópum í mat. Sótthreinsað verður eftir hvern hóp. Það á einnig við um frímínútur. Ef einhver á heimilinu er í áhættuhópi þá gæti verið skynsamlegt í samráði við lækni/heilbrigðisstofnun að barnið/börnin komi ekki í skóla. . Óski foreldrar í grunnskólanum eftir því að hafa nemendur heima á meðan á samkomubanni stendur, skal haft samband við aðstoðarskólastjóra í síma 894 3445 og reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við það. Ef börn eru kvefuð eða með önnur veikindi koma þau ekki í skólann. Börn sem sýna merki um að vera lasin verða send heim. Fyrir þá nemendur sem koma með skólabíl þá er mælst til að þeir nemendur sem koma fyrst inn í bílinn setjist aftast og svo koll af kolli. Foreldrar/forráðamenn eiga ekki að fylgja nemendum inn í skólabílinn og það eru bara nemendur í 1. - 7. bekkjum sem mega koma inn í bílana. Það verður ekki leyfilegt að breyta um skólabíl eða nota skólabílana til að fara í heimsóknir á aðra bæi eftir skóla. Ef við þurfum að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi verður foreldrum haldið upplýstum. Tilkynna á veikindi eða fjarvistir nemenda í síma 894 3445. Skólahald í leikskóladeild Auðarskóla í samkomubanni Leikskólinn verður opinn alla daga frá kl. 8:00 til kl. 14:00. (Ath. leikskólinn opnar ekki kl. 7:45). Ástæðan fyrir skertum opnunartíma er vegna þess að sótthreinsa þarf allan leikskólann í lok dags. Við leggjum áherslu á það að foreldrar sýni því skilning og bíði með að koma inn í leikskólann ef margir eru að koma með nemendur í einu. Hver hópur á leikskólanum er með sérinngang og fá foreldrar upplýsingar um það. Starfsmaður sér um að taka á móti nemendum við hurð fyrir báðar deildir. Einnig er mikilvægt að þegar börn eru sótt að viðhafa sömu reglur, það er að fara að hurð og starfsmaður kemur með barnið að hurðinni. Yngri deildin verður opin alla daga til þess að byrja með. Verði einhverjar breytingar á forsendum verður send út tilkynning um það. Á Tröllakletti þarf að skipta nemendum niður á daga. Við munum senda ykkur upplýsingar um hvaða nemendur geta komið og hvaða daga á Tröllaklett, líkt og gert var þegar fyrirhugað verkfall stóð yfir. Samskipti milli deilda verður höfð í lágmarki, bæði hjá nemendum og starfsfólki. Mikilvægt er að láta vita ef þið ætlið ekki að nýta leikskólaplássið fyrir ykkar barn eða hvort þið sjáið fram á að skerða vistun þess. Ef svo er hafið þá samband við aðstoðarleikskólastjóra í síma 695 0317. Ef börn eru kvefuð eða með önnur veikindi koma þau ekki í skólann. Börn sem sýna merki um að vera lasin verða send heim. Ef einhver á heimilinu er í áhættuhópi gæti verið skynsamlegt í samráði við lækni/heilbrigðisstofnun að barnið/börnin komi ekki í leikskóla. Því miður verður að taka alveg fyrir að leikskólabörn ferðist með skólabílum á meðan samkomubann er í gildi. Það verða ekki veittar neinar undanþágur á því. Ef við þurfum að gera breytingar á þessu fyrirkomulagi verður foreldrum haldið upplýstum. Tilkynna á veikindi eða fjarvistir nemenda í síma 695 0317. Kær kveðja, Hlöðver Ingi Gunnarsson Skólastjóri Auðarskóla Kæru foreldrar/forráðamenn
Eins og öllum ætti að vera kunnugt erum við að takast á við aðstæður sem ekki eru fordæmi fyrir. Við höfum unnið hörðum höndum að því síðustu daga að skipuleggja starfið í Auðarskóla þannig að við getum haldið úti sem mestri starfsemi. Við erum öll að gera okkar besta til þess að ná utan um breyttar aðstæður og mikilvægt að við fáum svigrúm til þess. Við munum senda ykkur upplýsingapósta í dag og á morgun. Því biðjum við ykkur að fylgjast vel með öllum skilaboðum frá skólanum. Það eru einhverjar líkur á því að eitthvað af þessum upplýsingum eigi eftir að taka breytingum þegar líður á samkomubannið. Fyrirhugað var að opna leikskólann á þriðjudaginn, en þurfum því miður að aflýsa því. Við tökum stöðuna á morgun og vonandi verður hægt að opna leikskólann að einhverju leyti á miðvikudaginn. Við gerum ráð fyrir því að grunnskólinn opni á miðvikudaginn. Það verður þó með ákveðnum breytingum og skertri þjónustu sem þið fáið ítarlegri upplýsingar um síðar. Tónlistarskólinn og lengd viðvera verður lokuð á meðan samkomubanninu stendur og ekki verður innheimt fyrir þá þjónustu. Við minnum sérstaklega á upplýsingar um handþvott sem fóru út fyrir helgi. Þær má einnig nálgast hér á heimasíðu skólans. Nú skiptir máli að Dalamenn standi saman og við hugsum vel um hvert annað á þessum tímum eins og við gerum alltaf svo vel. Allar þessar ákvarðanir hafa verið teknar í samráði við oddvita Dalabyggðar, heilsugæsluna og sóttvarnalækni Vesturlands. Öll fyrirmæli um hvað beri að gera koma frá Landlæknisembættinu, Almannavörnum, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambandi Íslands. Kær kveðja, Hlöðver Ingi Gunnarsson Skólastjóri Auðarskóla Eins flestum er kunnugt um er skæður vírus að ganga yfir landið okkar og þurfum við að taka tillit til hans og afleiðinga sem honum geta fylgt. Eftir nokkra yfirlegu þá hef ég tekið þá ákvörðun að fresta árshátíð Auðarskóla um óákveðinn tíma. Þetta er gert eftir samtal við yfirmenn mína og sóttvarnarlækni Vesturlands. Ég vona að þið sýnið þessu skilning.
Eins bið ég ykkur um að fylgjast vel með póstum vegna COVID-19 veiurunnar sem koma frá skólanum og eins með fyrirmælum frá sóttvarnarlækni og fara eftir þeim í hvívetna. Samstilltar aðgerðir okkar allra skv. ráðleggingum er eina leiðin til að reyna að hefta útbreiðslu þessa vágests. Þorkell Cýrusson starfandi skólastjóri Auðarskóli hefur unnið að læsisstefnu um nokkurt skeið.
Nú er vinnu lokið og komið að útgáfu hennar. Markmið með læsisstefnunni er að efla læsi í víðu samhengi, samræma kennsluhætti og námsmat milli skólastiga. Læsisstefnuna er að finna á heimasíðu skólans undir flipanum: Um skólann - Stefnur og mat Til hamingju nemendur, foreldrar og starfsfólk Auðarskóla. |
........... Á næstunni ......25. janúar Skipulagsdagur Aðalnúmer: 4304757
|