Þann 19. mars fór fram lokakeppni samstarfsskóla Vesturlands í stóru upplestrarkeppninni. Keppnin var að þessu sinni haldin í Laugargerðisskóla. Keppendur Auðarskóla voru þau Árni Þór Haraldsson og Jóna Margrét Guðmundsdóttir og með þeim fór Birta Magnúsdóttir sem varamaður. Sigríður Albertsdóttir umsjónarkennari þeirra og þjálfari fylgdi þeim til keppni. Til að gera langa sögu stutta þá gerðu þau sér lítið fyrir og unnu keppnina; hrepptu 1. og 2. sætið. Sigurvegari varð Jóna og Árni tók annað sætið. Við óskum þeim til hamingju með glæsilegan árangur. |
Ágætu foreldrar
Þann 26. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki allt að tvær klukkustundir. Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja. Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skólabílstjóra sinn ef börn þeirra ætla ekki að nýta sér heimferð. Nemendur yngsta stigs hefja dagskrána og því nauðsynlegt að þeir séu mættir aftur kl. 17.30 í Dalabúð til undirbúnings. Kaffiveitingar eru að lokinni skemmtun og eru þær eins og áður í boði foreldra. Foreldrar eru því góðfúslega beðnir að hafa meðferðis bakkelsi en starfsfólk í Dalabúð tekur á móti því frá kl. 17.30. Miðaverð verður kr. 700 á mann fyrir 6 ára og eldri. Nemendur fá frítt. Í Auðarskóla hefur verið boðið upp á úrræði, frá 2012 fyrir nemendur með hegðunar- og námsvanda sem nefnt er „einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun með virknimati". Virknimat er aðferð til að meta áhrifaþætti á erfiða hegðun og stuðningsáætlun felur í sér margþætta íhlutun til að bæta hegðun, námsástundun og líðan. Verkefnið sem byggir á atferlismótun fékk þróunarstyrk frá Sprotasjóði veturinn 2012-2013 en hélt áfram eftir það og sendur ennþá yfir.
Útfærslan í Auðarskóla hefur verið þannig að kennarar óska eftir virknimati fyrir nemendur sem þeir hafa áhyggjur af hegðunar- og/eða námslega. Umsóknir eru teknar fyrir í lausnateyminu „Feilan“ sem ákveður hvort viðkomandi fer inn í verkefnið. Alls hafa 7 nemendur grunnskóladeildar (á aldrinum 8 til 12 ára) fengið slíkt úrræði að hluta eða að öllu leyti og í lengri eða skemmri tíma. Umsjón með verkefninu hefur Sesselja Árnadóttir kennari. |
........... Á næstunni ......25. janúar Skipulagsdagur Aðalnúmer: 4304757
|