Þann 21. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Áætlað er að dagskrá og kaffiveitingar taki rúmlega tvær klukkustundir. Diskótek verður svo til kl. 23.00 fyrir þá sem vilja.
Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Foreldrar eru vinsamlega beðnir að hafa samband við skólabílstjóra sinn ef börn þeirra ætla ekki að nýta sér heimferð. Yngri nemendur (1. – 4. bekkur) hefja dagskrána og nauðsynlegt að þeir séu mættir aftur kl. 17.30 í Dalabúð til undirbúnings. Kaffiveitingar eru að lokinni skemmtun og eru þær eins og áður í boði foreldra. Foreldrar eru því góðfúslega beðnir að hafa meðferðis bakkelsi en starfsfólk í Dalabúð tekur á móti því frá kl. 17.30. Miðaverð verður kr. 700 á mann fyrir 6 ára og eldri. Nemendur fá frítt. Þriðjudaginn 12. mars tóku fimm nemendur úr Auðarkóla þátt í stærðfræðikeppni fyrir nemendur á unglingastigi, sem Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi stendur fyrir á hverju ári. Nokkrir nemendur tóku þátt í forvali Auðarskóla fyrir keppnina og smávegis æfingar fóru fram í skólanum.
Nemendur frá níu skólum á Vesturlandi tóku þátt í keppninni. Um 4% keppenda komu úr Auðarskóla og voru þau sjálfum sér og skólanum til sóma. Niðurstöður fá nemendur í pósti en verðlaunaafhending er í FVA laugardaginn 6. apríl kl 13:00. Hér fyrir neðan eru hressir keppendur á leið á Akranes. ![]() Stjórn Fjólunnar með skólastjóra Kvenfélagið Fjólan gaf á dögunum grunnskóladeild skólans sex 10" spjaldtölvur af gerðinni Point of View. Það var stjórn Fjólunnar sem afhenti skólastjóra tölvunar á stóru upplestrarkeppninni. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Fjólan styður skólann, en félagið hefur áður gefið leikskólanum og tónlistarskólanum rausnarlegar gjafir og verið bakhjarl skólastarfs í Dölum um árabil. Kvenfélaginu er hér með þakkað fyrir þennan ómetanlega stuðning. Tónfundi sem vera átti hjá eldri nemendum í dag er frestað vegna veðurs og veikinda.
![]() Í dag fór fram stóra upplestrar-keppnin í Auðarskóla. Það voru nemendur í 7. bekk sem reyndu með sér í góðum upplestri. Allir nemendur bekkjarins tóku þátt og stóðu sig með prýði. Sigurvegari varð Björgvin Óskar Ásgeirsson og í öðru sæti varð Helga Dóra Hólm Jóhannsdóttir. Eydís Lilja Kristínardóttir varð svo í þriðjasæti. Þau Björgvin og Helga Dóra munu svo keppa þann 10. april fyrir hönd Auðarskóla við aðra skóla á Vesturlandi. Tónfundi yngri nemenda sem vera átti í dag í tónlistarskólanum er frestað um óákveðinn tíma.
![]() Myndir frá danssýningunni í desember komnar inn á vefsvæði skólans. Sjá slóðina http://www.flickr.com/photos/audarskoli/ |
........... Á næstunni ......12. og 14. október. Aðalnúmer: 4304757
|