Laugafjör verður haldið á Laugum í Sælingsdal 1. - 2. apríl næstkomandi. Laugafjör er fyrir börn í 5. -10. bekk á svæði U.DN. Í þetta sinn ætlum við líka að bjóða 8.-10. bekk af svæði H.S.S. á Ströndum. Það kostar 1500 kr. á mann. Skráning er hjá Herdísi Reynisdóttur í síma 434-1541 á kvöldin eða á netfanginu efrimuli@snerpa.is Skráningu þarf að ljúka fyrir 31. mars. Allur undirbúningur og framkvæmd Laugafjörs og Hólafjörs undanfarin ár hefur verið unninn í sjálfboðavinnu af öflugum foreldrum og fleirum og erþað forsendan fyrir því að hægt sé að hafa svona viðburð. En þó hefur orðið erfiðara og erfiðara að fá fólk með í gæslu og eldhús svo við biðjum ykkur nú foreldrar og forráðamenn að endilega skrá ykkur í gæslu ef þið getið (sjá netfang og síma hér fyrir ofan). Dagskrá Laugafjörs verður sett inná www.udn.is um leið og hún er tilbúin Stjórn U.D.N.
Þann 31. mars næstkomandi verður haldin árshátíð nemenda Auðarskóla í Búðardal. Árshátíðin verður í Dalabúð og hefst kl. 18.00. Þennan sama dag verður heimakstri nemenda flýtt um klukkustund og fara skólabílar frá Búðardal kl. 14.00. Yngri nemendur (1. – 4. bekkur) hefja dagskrána og nauðsynlegt að þeir séu mættir aftur kl. 17.30 í Dalabúð til undirbúnings.
Kaffiveitingar eru að lokinni skemmtun og eru þær eins og áður í boði foreldra. Foreldrar eru því beðnir að hafa meðferðis bakkelsi en starfsfólk í Dalabúð tekur á móti því frá kl. 17.30. Miðaverð hefur verið lækkað verulega og er að þessu sinni kr. 600 á mann fyrir 6 ára og eldri. Nemendur fá frítt. Það er von nemenda að sem flestir sjái sér fært að mæta og skemmta sér með nemendum á þessari stærstu hátíð skólans. ![]() Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Auðarskóla í dag. Alls voru keppendur átta að þessu sinni. Keppendur stóðu sig afar vel og var keppnin óvenjulega tvísýn þetta árið. Dómarar voru Björn Stefánsson, Valdís Einarsdóttir og Guðrún María Einarsdóttir og áttu þau úr vöndu að ráða. Að lokum voru valdir tveir þátttakendur til að keppa á lokahátíðinni ásamt einum varamanni. Þátttakendur verða Benedikt Máni Finnsson og Kristín Þórarinsdóttir. Varamaður þeirra verður Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir. Lokahátíðin verður haldinn 6. april næstkomandi í Leifsbúð en þar keppa ásamt Auðarskóla; Laugargerðisskóli, Grunnskólinn Borgarnesi, Heiðaskóli og Grunnskóli Borgarfjarðar. ![]() Í dag fékk Auðarskóli Jóhann Breiðfjörð í heimsókn í nýsköpunartíma hjá 9. og 10. bekk í Búðardal. Jóhann kom með nokkur trog full af legókubbum af öllum gerðum. Hann kynnti fyrir nemendum ýmsa möguleika og hafði meðferðis teikningar og leiðbeiningar. Það var ekki að sökum að spyrja að nemendur jafnt sem fullorðnir gleymdu sér alveg í 80 mínútur við hönnun og smíði hinna ýmsu tækja. Inni á myndasvæði skólans eru komnar myndir af þessum viðburði. Sjá hér. ![]() Ákveðið hefur verið að nemendur tónlistarskólans komi reglulega í heimsókn í leikskólann. Markmiðið með þessum heimsóknum er að auðga tónlistareynslu leikskólabarna. Þann 21. mars kom fönguleg sveit harmonikkuspilara í heimsókn í leikskólann. Þetta voru nemendur og kennarar tónlistarskólans. Þeir spiluðu nokkur lög og sátu allir mjög stilltir og prúðir og hlustuðu áhugasamir á meðan. ![]() Nú er undirbúningur fyrir árshátíðir skólans kominn á fullt. Árshátíðirnar verða tvær eins og í fyrra; í Dalabúð þann 31. mars og í Tjarnarlundi 30. mars. Gert er ráð fyrir því að allir nemendur grunnskóladeildarinnar komi til með að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Miðaverð verður það sama á báðum árshátíðum eða krónur 600 fyrir 6 ára og eldri. ![]() Nú eru börnin á Álfadeild komin í gang með verkefni um hunda. Þau byrjuðu á að gera vefinn, þar sem skráð er það sem þau vita um hunda og hangir vefurinn fram á gangi. Síðan eru allir búnir að teikna myndir af hundum. Hugrún á bókasafninu lánaði bækur um hunda og Jósy hefur líka lánað bækur og blöð, hún ætlar svo að koma með Soffíu, dalmatíuhundinn sinn, í heimsókn bráðlega. Takk kærlega fyrir þetta Hugrún og Jósý. Myndin er af Ármanni að teikna dalmatíuhund. ![]() Fimm nemendur úr Auðarskóla fóru ásamt kennara sínum upp á Akranes til þess að taka þátt í hinni árlegu stærðfræðikeppni sem þar er haldin. Nemendur okkar hafa ávallt staðið sig vel því er okkur sérstök ánægja að senda nemendur þangað til þátttöku. Áhugi hjá nemendum í skólanum okkar er þó nokkur fyrir keppninni og fengu færri að fara en vildu að þessu sinni, ekki ætluðu þó allir að fara til að keppa heldur til þess að hitta aðra nemendur á Vesturlandi. ![]() Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskóla á Vesturlandi og Vestfjörðum var haldinn í Stykkishólmi nú síðastliðinn laugardag. Átta tónlistarskólar tóku þátt að þessu sinni og þar á meðal var Auðarskóli með tvö atriði. Söngsveit Auðarskóla söng tvö lög og Steinþór Logi Arnarsson lék frumsamið lag á harmoniku. Þrátt fyrir nokkur forföll í söngsveitinni gengu atriði skólans vel. Í lokaathöfn hátíðarinnar var Steinþóri veitt sérstök viðurkenning fyrir frumflutt lag. Hátíðin var öll hin glæsilegasta og aðstæður til |
........... Á næstunni ......12. og 14. október. Aðalnúmer: 4304757
|