Foreldrafélagið stóð fyrir öskupokagerð á dögunum til upphitunar fyrir öskudaginn. Margir viðstaddra spreyttu sig í fyrsta skipti á þeirri iðju og höfðu gaman af. Undirbúningur fyrir öskudaginn sjálfan er á fullu skriði í samvinnu stjórnar foreldrafélagsins og nemenda á efsta stigi. Það verður gleði og glaumur á öskudaginn! |
Nú stendur yfir myndlistasýning nemenda úr 8. bekk í Leifsbúð. Nemendur völdu sjálfir verk eftir valinn listamann/konu. Því næst prentuðu þeir út mynd af verkinu, staðsettu myndina á striga og stækkuðu hana. Þeir áttu að ímynda sér hvernig myndin gæti hafa litið út, mála viðbótina og reyna að ná litum og áferð frummyndarinnar eftir bestu getu. Myndirnar verða til sýnis fram að páskum.
|
........... Á næstunni ......25. janúar Skipulagsdagur Aðalnúmer: 4304757
|