Auðarskóli |
Aðalnúmer skólans 430-4757 dettur inn og út og því ekki alltaf hægt að hringja í það. Það dettur út mislengi hverju sinni og er inni mislengi.
Ef þið náið ekki í aðalnúmerið er hægt að reyna að ná í númer aðstoðarskólastjóra, Kela, 430-4754. Eins er hægt að senda tölvupóst á jonina@audarskóli.is ef erfitt reynist að ná inn í skólann. Fyrir leikskólann ætti að vera hægt að hringja í 430-4711 eða inn á deildirnar 4712 á Tröllaklett og 4713 á Dvergahlíð. Á föstudaginn 19. janúar síðast liðinn var haldið upp á bóndadaginn í leikskólanum. Karlmennirnir í lífi barnanna fjölmenntu og boðið var upp á kaffi og með´í. Að sjálfsögðu var þorramatur líka á boðstólum; súrir hrútspungar, sviðasulta, hákarl, harðfiskur og flatkökur með hangikjöti. Einnig var farið í nokkra gamla leiki eins og fuglafit, völuspá, störu og hoppa yfir sauðalegg. Börnin bjuggu til kórónur sem voru skreyttar blómum. Fjöldi blóma á kórónu táknar fjölda barna sem viðkomandi er tengdur.
Við þökkum kærlega fyrir góða stund og öllum fyrir komuna. Nýtt skóladagatal grunnskóladeildar er nú komið hér inn á vefinn. Nýjum skipulagsdegi hefur verið bætt inn á dagatalið þann 20. febrúar en það er dagur sem vantaði inn á dagatalið í upphafi skólaársins. Uppfært dagatal má nálgast hér fyrir neðan og undir "grunnskóli" og "skóladagatal" ![]()
|
Á næstunni
|