Auðarskóli |
![]() Þann 15. maí síðastliðinn fór hópur af nemendum úr Auðarskóla á Reyðarfjörð til að keppa í glímu. Þau tóku flugvél frá Reykjavík til Egilsstaða þar sem þau voru sótt þar og farið með þau á Reyðarfjörð. Í hópnum voru þau Mikael, Benóní, Telma, Jóhanna Vigdís, Birna og Dagný Sara. Öllum gekk þeim mjög vel, Mikael hafnaði í 3. sæti í flokki 6. bekkjar strákar stærri. Benóní hafnaði í 3. sæti hjá 7. bekkja strákum. Telma hafnaði í 4. sæti hjá 5. bekkjar stúlkum. Birna hafnaði í 4. sæti hjá 9. bekkjar stúlkum. Dagný Sara hafnaði í 2.-3. sæti í sama flokki og Jóhanna Vigdís vann þann flokk og er þar með grunnskólameistari í glímu í sínum flokki. Þetta er allt mjög flottur árangur og við óskum þeim öllum til hamingju með þennan frábæra árangur. Eftir mótið fór flugvélin okkar ekki strax þannig að krakkarnir drápu tímann með því að skella sér í sund á Egilsstöðum. Eftir að hafa svamlað aðeins í sundinu fóru þau svo og fengu sér smá að borða áður en þau fóru upp á flugvöll og flugu svo aftur til Reykjavíkur eftir frábæran dag. Dagný Sara Viðarsdóttir tók saman ![]() Börn, nemendur og starfsfólk Auðarskóla óskar öllum foreldrum/forráðamönnum og velunnurum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2021. Með þökk fyrir samfylgd og samvinnu á liðnu ári óskum við að nýtt ár færi okkur öllum farsæld og gleði. Nýárskveðjur frá Auðarskóla. ![]() Þann 31. október sl. lét Hlöðver Ingi Gunnarsson af störfum eftir fjögurra ára starf sem skólastjóri Auðarskóla. Hann afhenti Haraldi Haraldssyni, nýjum skólastjóra, lyklavöldin að skólanum við stjórnendaskiptin. Við óskum Hlöðver og fjölskyldu hans velfarnaðar í leik og starfi í framtíðinni og þökkum honum kærlega fyrir samstarfið og samfylgdina undanfarin ár. Haraldur Haraldsson tók til starfa 1. nóvember. Haraldur hefur 30 ára reynslu af starfi skólastjóra, bæði í stórum og minni skólum. Hann var skólastjóri Ásgarðsskóla í Kjós í átta ár, eitt ár við Barnaskóla Staðarhrepps á Reykjum í Hrútafirði og fimm ár í Heiðarskóla í Leirársveit. Undanfarin sextán ár hefur hann verið skólastjóri Lækjarskóla í Hafnarfirði, sem er heildstæður grunnskóli með tæplega 550 nemendur og þegar mest lét, allt upp í 130 starfsmenn. Haraldur er með B.Ed. frá Kennaraháskóla Íslands, búfræðipróf frá Bændaskólanum á Hvanneyri, diplóma í opinberri stjórsýslu og stjórnun frá Háskóla Íslands. Þá hefur hann lokið öllum áföngum í meistaranámi í Opinberri stjórnsýslu og stjórnun frá Háskóla Íslands. Við bjóðum Harald velkominn í okkar raðir og óskum honum farsældar í starfi. Skóli fellur niður miðvikudaginn 4. nóvember næstkomandi bæði í grunnskóla- og tónlistarskóladeild vegna skipulags á skólahaldi samkvæmt reglugerð sem gefin var út af ráðherra.
Stjórnendur Auðarskóli, grunnskóla- og tónlistardeild verður í vetrarfíi frá og með föstudeginum 30. október til og með þriðjudeginum 3. nóvember. Lengd viðvera fellur líka niður þessa daga og engir skólabílar verði í akstri. Skólastarf hefst svo miðvikudaginn 3. nóvember samkvæmt stundatöflu.
Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri Eitthvert ólag hefur verið á beinum síma ritara í dag, 430-4757. Það er allt komið í lag og hægt er að hringja núna án vandræða!
´Tónfundir sem áttu að vera 12. og 14. október falla niður í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu.
Starfáætlun Auðarskóla fyrir skólaárið 2020-2021 er komin inn á heimasíðu skólans.
Sjötta skýrsla um sjálfsmat Auðarskóla er einnig komin inn. Í skýrslunni er gert grein fyrir tveimur matsþáttum; Líðan, þarfir, starfsandi og samstarf og viðmót, menning og ytri tengsl. Auk þeirra er að finna umbóta- og matsáætlun fyrir skólaárið og nýja langtímaáætlun innra mats sem gildir til skólaársins 2025-2026. Skýrslurnar eru að finna undir hnappnum Útgáfa. Slóðin er hér: http://www.audarskoli.is/uacutetgaacutefa.html Þriðjudaginn 29. september verður skipulagsdagur í grunnskóla- og tónlistarskóladeild Auðarskóla. Öll kennsla fellur niður þann dag eins verður ekki lengd viðvera heldur.
Skólabílar munu því ekki aka þann dag. Þorkell Cýrusson aðstoðarskólastjóri |
Á næstunni
|